Benedikt hættur með kvennalandsliðið Eftir sex ár í starfi er Benedikt Guðmundsson hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. 6.3.2025 14:18
Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Liverpool sigraði Paris Saint-Germain, 0-1, á útivelli í Meistaradeild Evrópu í gær. Rauði herinn hefur nú unnið ríkjandi meistara í fjórum af sterkustu deildum Evrópu á tímabilinu. 6.3.2025 13:47
Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Lucas Akins spilaði fyrir enska C-deildarliðið Mansfield Town sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana. 6.3.2025 12:31
Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Alisson átti frábæran leik í marki Liverpool þegar liðið sigraði Paris Saint-Germain, 0-1, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 6.3.2025 12:00
GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Þeir GAZ-menn, Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon, segja mikið í húfi fyrir lið Tindastóls og Keflavíkur í leik þeirra í Bónus deild karla í kvöld. 6.3.2025 10:02
Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Dómarinn Michael Oliver mun ekkert dæma í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann gerði sig sekan um mistök í bikarleik Crystal Palace og Millwall um helgina. 5.3.2025 16:46
Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Í fyrsta sinn verður hálfleikssýning í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta á næsta ári. Um er að ræða svipaða sýningu og er í úrslitaleik NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum, Super Bowl. 5.3.2025 15:18
Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. 5.3.2025 14:32
Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Hákon Arnar Haraldsson skoraði jöfnunarmark Lille gegn Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 5.3.2025 13:03
FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Gabonski fótboltaþjálfarinn Patrick Assoumou Eyi, sem er jafnan kallaður Capello, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að beita leikmenn sína kynferðisofbeldi. 5.3.2025 12:32