Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. nóvember 2025 17:07 Brian Brobbey skoraði sigurmark Sunderland gegn Bournemouth. getty/Stu Forster Sunderland lenti 0-2 undir eftir fimmtán mínútur gegn Bournemouth en kom til baka og vann 3-2 sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Igor Thiago skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Brentford á Burnley. Amine Adli kom Bournemouth yfir gegn Sunderland strax á 7. mínútu. Átta mínútum síðar jók Tyler Adams muninn í 0-2 með ótrúlegu skoti úr miðjuhringnum. Svörtu kettirnir gáfust ekki upp og eftir hálftíma minnkaði Enzo Le Fée muninn í 1-2 með marki úr vítaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Bertrand Traoré svo fyrir Sunderland. Heimamenn voru ekki hættir og á 69. mínútu skoraði Brian Brobbey sigurmark þeirra. Hollendingurinn hefur reynst Sunderland drjúgur en hann gerði einnig jöfnunarmark liðsins gegn Arsenal fyrr í þessum mánuði. Með sigrinum komst Sunderland upp í 4. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sætinu. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma og er væntanlega á leið í þriggja leikja bann. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með ellefu mörk.getty/Mike Hewitt Igor Thiago heldur áfram að gera það gott með Brentford og skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins á Burnley á heimavelli. Öll mörkin komu undir lok leiks. Á 81. mínútu kom Igor Thiago heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Zian Flemming fyrir gestina úr víti. Aðeins mínútu síðar kom Igor Thiago Brentford aftur yfir og í uppbótartíma gulltryggði Dango Outtara sigur liðsins. Lokatölur 3-1, Brentford í vil. Brentford er í 8. sæti deildarinnar en Burnley, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í nítjánda og næstneðsta sætinu. Aðeins Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur skorað meira en Igor Thiago í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Haaland er með fjórtán mörk, þremur mörkum meira en Igor Thiago. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Amine Adli kom Bournemouth yfir gegn Sunderland strax á 7. mínútu. Átta mínútum síðar jók Tyler Adams muninn í 0-2 með ótrúlegu skoti úr miðjuhringnum. Svörtu kettirnir gáfust ekki upp og eftir hálftíma minnkaði Enzo Le Fée muninn í 1-2 með marki úr vítaspyrnu. Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Bertrand Traoré svo fyrir Sunderland. Heimamenn voru ekki hættir og á 69. mínútu skoraði Brian Brobbey sigurmark þeirra. Hollendingurinn hefur reynst Sunderland drjúgur en hann gerði einnig jöfnunarmark liðsins gegn Arsenal fyrr í þessum mánuði. Með sigrinum komst Sunderland upp í 4. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sætinu. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma og er væntanlega á leið í þriggja leikja bann. Igor Thiago er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með ellefu mörk.getty/Mike Hewitt Igor Thiago heldur áfram að gera það gott með Brentford og skoraði tvívegis í 3-1 sigri liðsins á Burnley á heimavelli. Öll mörkin komu undir lok leiks. Á 81. mínútu kom Igor Thiago heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu. Fjórum mínútum síðar jafnaði Zian Flemming fyrir gestina úr víti. Aðeins mínútu síðar kom Igor Thiago Brentford aftur yfir og í uppbótartíma gulltryggði Dango Outtara sigur liðsins. Lokatölur 3-1, Brentford í vil. Brentford er í 8. sæti deildarinnar en Burnley, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í nítjánda og næstneðsta sætinu. Aðeins Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur skorað meira en Igor Thiago í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Haaland er með fjórtán mörk, þremur mörkum meira en Igor Thiago.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira