Viðskiptablaðið hagnaðist um 13 milljónir Hagnaður Mylluseturs ehf., útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra fjölmiðla, nam 12,6 milljónum í fyrra og jókst um liðlega 2,5 milljónir á milli ára. Allt frá 2010 hefur útgáfustarfsemi félagsins skilað hagnaði á hverju einasta rekstrarári. 28.9.2017 10:30
Eyvindur Sólnes í eigendahóp LEX Hæstaréttarlögmaðurinn Eyvindur Sólnes, sem hefur starfað hjá CATO Lögmönnum frá árinu 2011, hefur gengið til liðs við LEX þar sem hann verður á meðal eigenda að lögmannsstofunni. 27.9.2017 09:00
Vogunarsjóðurinn Attestor bætir við hlut sinn í Arion fyrir 800 milljónir Vogunarsjóður nýtti sér kauprétt og bætti við sig 0,44 prósenta hlut. Kaupin gerð svo Attestor Capital og Goldman Sachs færu sameiginlega með meiri atkvæðarétt í Arion banka en sem nemur 13 prósenta hlut Bankasýslu ríkisins í bankanum. 27.9.2017 06:30
Á byrjunarreit Stjórnmálamenn starfa ekki í tómarúmi. Ákvarðanir sem þeir – og stjórnvöld – taka geta ráðið miklu um væntingar fjárfesta, fyrirtækja og almennings gagnvart framtíð hagkerfisins. 22.9.2017 06:00
Hlutabréfaverð í frjálsu falli vegna pólitískrar óvissu Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hefur hríðfallið í umtalsverðum viðskiptum í morgun og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um tæplega tvö prósent. Markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði hefur þannig lækkað um nærri 60 milljarða frá því að ríkisstjórnin sprakk í lok síðuðustu viku. 21.9.2017 10:58
Fjárfestingafélagið Helgafell hagnast um 1.130 milljónir Helgafell eignarhaldsfélag, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, Ara Fenger og Kristínar Vermundsdóttur, hagnaðist um 1.134 milljónir króna í fyrra og jókst hagnaðurinn um liðlega 670 milljónir á milli ára. 20.9.2017 10:00
Einar Hugi til Lögfræðistofu Reykjavíkur Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður hefur gengið til liðs við eigendahóp Lögfræðistofu Reykjavíkur. 20.9.2017 09:53
Félag Bjarna Ármannssonar tapaði 50 milljónum í fyrra Fjárfestingarfélagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Glitnis banka, tapaði ríflega 50 milljónum króna í fyrra 20.9.2017 09:30
Tillögur VR myndu kosta ríkissjóð 130 milljarða Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að hugmyndir um að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990 myndu þýða tekjutap fyrir ríkissjóð upp á að lágmarki 130 milljarða króna á ári. 20.9.2017 07:41
Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20.9.2017 06:30