Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Metár í útgreiðslum gæti skilað fjárfestum nálægt 200 milljörðum

Útlit er fyrir að arðgreiðslur og kaup íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni á eigin bréfum á næsta ári verði sögulega háar og geti samanlagt nálgast hátt í 200 milljarða króna. Það yrði þá tvöfalt meira en áætlað er að slíkar útgreiðslur til hluthafa félaganna hafi numið á árinu 2021, eða rúmlega 80 milljarðar, sem eru engu að síður þær mestu sem sést hafa frá endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið 2008.

Gjörbyltu gömlu ríkisfyrirtæki og fengu gott verð fyrir

Jón Sigurðsson, sem leiðir eitt stærsta fjárfestingafélag landsins, var valinn viðskiptamaður ársins á Viðskiptaverðlaunum Innherja 2021 fyrir stöðuga verðmætaaukningu í íslensku atvinnulífi með áhrifafjárfestingum Stoða. Þetta er verðmætaaukning sem verður ekki til af sjálfu sér heldur með úthugsaðri stefnumótun áður en Stoðir kaupa sig inn í félög.

Ráðuneytisstjóri sagði sig úr stjórn LSR eftir þrýsting frá Seðlabankanum

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sagði sig úr stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) fyrr á árinu eftir að Seðlabanki Íslands hafði gert margvíslegar athugasemdir við stjórnarsetu starfsmanna ráðuneytisins, einkum æðstu stjórnenda þess, í tveimur lífeyrissjóðum.

Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða

Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári.

Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki

Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki.

Sjá meira