Framtakssjóðurinn VEX fjárfestir í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata Framtakssjóðurinn VEX I ásamt öðrum fjárfestum hafa gert bindandi samkomulag um kaup á allt að helmingshlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Annata. Það er í dag að fullu í eigu starfsmanna sem munu áfram leiða frekari uppbyggingu félagsins. 13.1.2022 08:25
Telur tækifæri í hagstæðari fjármögnun Síldarvinnslunnar Þrátt fyrir að allt stefni í að árið 2022 verði magnað ár í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa aflaheimildir í loðnu, eins og meðal annars Síldarvinnslan, þá þarf að hafa í huga að veiðar geta gengið misjafnlega vel. 12.1.2022 17:48
Vægi erlendra eigna stærstu sjóðanna nálgast óðum fjárfestingarþakið Vægi erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins, sem eru með eignir upp á samanlagt um 2.500 milljarða króna í dag, hefur hækkað um meira en þriðjung frá því í ársbyrjun 2018. Færist það stöðugt nær lögbundnu 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar sjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra. 12.1.2022 09:07
Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020. 11.1.2022 15:02
Vatnsverksmiðja Jóns Ólafssonar tapaði yfir tveimur milljörðum Þrátt fyrir áskoranir vegna kórónuveirufaraldursins þá jukust tekjur Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi sem var reist af Jóni Ólafssyni árið 2004, um átta prósent á árinu 2020 og námu samtals tæplega 27 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 3,5 milljarða króna á gengi dagsins í dag. 10.1.2022 17:47
Heimilin sækja á ný í íbúðalán hjá lífeyrissjóðum eftir langt hlé Hrein ný lán lífeyrissjóðanna til heimila námu um 1.449 milljónum króna í nóvember á árinu 2021 og er þetta í fyrsta sinn í um næstum eitt og hálft ár sem slík sjóðsfélagalán eru meiri en sem nemur uppgreiðslum innan mánaðar. 10.1.2022 11:33
Allar líkur á mögnuðu ári í sjávarútveginum Hærri verð, áður vanmetin loðnuúthlutun og örlítið hagstæðari kostnaðarhlutföll eru helstu ástæður þess að greinendafyrirtækið Jakobsson Capital hefur hækkað verðmat sitt á Brim um 17 prósent, eða úr 704 milljónum evra í 825 milljónir evra, jafnvirði um 122 milljarða íslenskra króna. 10.1.2022 09:01
Guðni í Apple umboðinu kaupir fimm prósenta hlut í Skeljungi Félagið GE Capital í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fjárfestis og eiganda Apple umboðsins á Íslandi, hefur bæst við hluthafahóp Skeljungs með kaupum á rétt yfir fimm prósenta hlut. 7.1.2022 09:42
Halli á vöruskiptum við útlönd jókst um 86 milljarða í fyrra Íslendingar fluttu inn vörur til landsins í fyrra fyrir samanlagt rúmlega 996 milljarða króna og nam aukningin um 29 prósentum frá árinu 2020, á gengi hvors árs fyrir sig, eða um 225 milljarðar. 7.1.2022 09:27
Staðfestir úrskurð héraðsdóms um að hafna nauðasamningi Gray Line Landsréttur staðfesti fyrr í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember síðastliðnum um að hafna staðfestingu nauðasamnings Allrahanda GL sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line en það hefur verið í greiðsluskjóli frá því í júní árið 2020. 6.1.2022 18:21