Tveir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða hjá Pure North Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú eldsvoða sem kom upp á starfsstöð endurvinnslufyrirtækisins Pure North í Hveragerði rétt fyrir miðnætti í nótt. 21.6.2024 09:51
Hraunið fer hægt yfir en hraunkælingu haldið áfram í dag „Hraunkælingin hélt áfram í nótt og vinnuvélarnar héldu áfram í nótt. Og það er bara verið að leita allra leiða til að koma í veg fyrir og hægja á rennslinu.“ 21.6.2024 08:14
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21.6.2024 08:00
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21.6.2024 07:32
Lögreglustjórar og dómarar mótmæla launafrumvarpi Bjarna Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega frumvarpi forsætisráðherra um laun æðstu embættismanna landsins og segja ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og gilda um kjörna fulltrúa. 21.6.2024 06:51
Samhæfingarstöðin virkjuð, hraunkæling hafin og fundað klukkan 8 Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð í gærkvöldi og gripið til hraunkælingar á ný vegna hraunspýja sem voru farnar að vella yfir varnargarða við Svartsengi. 21.6.2024 06:14
Deila lykilorðunum í öryggisskyni og til að viðhalda „streaks“ Þriðjungur barna í 4. til 7. bekk segja foreldra sína fylgjast með samfélagsmiðlanotkun þeirra. Foreldrar stúlkna eru duglegri við eftirlitið en foreldrar drengja en með hækkandi aldri dregur úr árvekninni. 20.6.2024 12:42
Yngra fólk á hjúkrunarheimilum upplifir öryggi en saknar félagslífs Leggja þarf áherslu á rétt einstaklingsins til að velja sjálfur hvar hann býr og með hvaða hætti þjónusta við hann er veitt, segir í nýrri skýrslu um yngra fólk á hjúkrunarheimilum. 20.6.2024 11:06
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20.6.2024 07:53
Eftirlitsaðilum bárust 50 ábendingar frá 1. apríl 2023 til ársloka Tæplega 50 ábendingar um leigubifreiðaakstur bárust eftirlitsaðilum frá 1. apríl 2023, þegar ný lög um leigubifreiðaakstur tóku gildi, til ársloka. 20.6.2024 07:11