Handtekinn grunaður um rán og frelsissviptingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rán og frelsissviptingu til rannsóknar en einn var handtekinn í gær í tengslum við málið. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. 15.7.2024 06:22
Freista þess að koma í veg fyrir Eurovision með íbúakosningu Kristilegi íhaldsflokkurinn Eidgenössisch-Demokratische Union (EDU) hyggst freista þess að koma í veg fyrir að Eurovision fari fram í Sviss á næsta ári, með því að knýja fram íbúakosningar um fjárveitingar til þeirra borga sem vilja halda keppnina. 12.7.2024 11:52
Erfitt að skiljast ekki að í átökunum og þúsunda saknað Samkvæmt Alþjóðanefnd Rauða krossins hafa nefndinni borist tilkynningar um 6.400 einstaklinga sem enn er saknað á Gasa. Talið er að margir af þeim hafi grafist undir rústum, verið jarðsettir í ómerktum gröfum eða séu í haldi Ísraelsmanna. 12.7.2024 10:28
Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. 12.7.2024 08:21
„Já ég veit muninn... annar er saksóknari hinn er glæpamaður“ Þrír bættust í hóp þeirra þingmanna Demókrataflokksins sem kalla nú eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar í forsetakosningunum vestanhafs eftir blaðamannafund forsetans í gærkvöldi. 12.7.2024 07:22
Sjötíu og sjö grindhvalir dauðir eftir að hafa strandað á Orkneyjum Sjötíu og sjö grindhvalir eru dauðir eftir að þeir strönduðu á Orkneyjum. Ekki hafa fleiri hvalir drepist við strendur Skotlands í marga áratugi en 55 grindhvalir drápust við Lewis í fyrra. 12.7.2024 06:37
56 prósent Demókrata vilja að Biden stígi til hliðar Tveir af hverju þremur Bandaríkjamönnum segir Joe Biden Bandaríkjaforseta eiga að draga sig í hlé í forsetakosningunum vestanhafs. Alls eru 56 prósent Demókrata sama sinnis og sjö af hverjum tíu óháðum. 11.7.2024 11:54
Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. 11.7.2024 11:07
Eldunarolía og eldsneyti flutt í sömu tankbifreiðunum án þrifa Mikil reiði er sögð hafa brotist út í Kína eftir að greint var frá því að stórfyrirtæki hefðu brotið lög og reglur með því að flytja olíu til eldunar og eldsneyti í sömu tankbifreiðunum, án þess að þrífa þær á milli. 11.7.2024 08:47
Réttarhöld hafin yfir Alec Baldwin Réttarhöld yfir leikaranum Alec Baldwin hófust í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum í gær en hann er sakaður um manndráp af gáleysi. Hann á yfir höfði sér 18 mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur. 11.7.2024 07:48