Bandaríkjamenn telja Kínverja nú þegar hafa ákveðið að koma Pútín til aðstoðar Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar séu nú þegar búnir að ákveða að koma Rússum til bjargar efnahags- og fjárhagslega og séu að íhuga að sjá þeim fyrir vopnum, meðal annars vopnuðum drónum. 15.3.2022 06:31
Vaktin: Alþjóðadómstóllinn í Haag kynnir úrskurð á miðvikudag Átökin í Úkraínu hafa nú borist af alvöru til höfuðborgarinnar Kænugarðs en tveir létust og þrír særðust þegar fallbyssuskot hitti fjölbýlishús í norðurhluta borgarinnar í morgun. Eldur kviknaði í byggingunni en flestum var bjargað. 14.3.2022 06:54
Viðræður Úkraínumann og Rússa halda áfram og Bandaríkjamenn biðla til Kínverja Fulltrúar Úkraínu og Rússlands munu ræða saman í dag í gegnum fjarfundabúnað, segir Mykhailo Podoliak, ráðgjafi Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Talsmenn beggja þjóða hafa sagt eitthvað orðið ágengt, jafnvel þótt engar vísbendingar séu uppi um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn til að slá af kröfum sínum. 14.3.2022 06:32
Innkalla salat vegna glerbrots Garðyrkjustöðin Ösp hefur ákveðið að innkalla íslenskt batavía salat sem dreift er af Hollt og gott ehf. eftir að glerbrot fannst í vörunni. Ákvörðunin var tekin í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands. 11.3.2022 08:11
Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 11.3.2022 06:49
Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11.3.2022 06:20
Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. 10.3.2022 21:20
Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. 10.3.2022 10:36
Heilbrigðisráðherra minnir fólk á sinna persónubundnum sýkingavörnum „Við þurfum öll að sýna ábyrgð með hegðun okkar þar til bylgja faraldursins gengur yfir,“ er haft eftir Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, þar sem fólk er hvatt til að sinna persónubundnum sýkingavörnum. 10.3.2022 08:33
Utanríkisráðherrarnir hittast í Tyrklandi til að ræða varanlegt vopnahlé Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi í dag en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vonast til að á fundinum verði „dyrnar opnar“ fyrir varanlegu vopnahléi. 10.3.2022 06:36