Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. 10.6.2022 07:59
Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. 10.6.2022 06:50
Krabbameinið hvarf: Nýtt lyf vekur athygli og von Niðurstöður nýrrar lyfjarannsóknar hafa vakið gríðarlega athygli og von meðal lækna og krabbameinssjúklinga en allir þátttakendur rannsóknarinnar virðast hafa læknast af krabbameini eftir stutta lyfjameðferð. 9.6.2022 15:29
Stefni á að innlima fjögur héruð í Úkraínu Orrustan um Severodonetsk er sú erfiðasta sem Úkraínumenn hafa háð frá því að innrás Rússa hófst og mun ráða örlögum Donbas, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti. Rússar virðast nálægt því að ná Severodonetsk á sitt vald en ríkisstjóri Luhansk héraðs segir hersveitir Úkraínu myndu getað „hreinsað“ borgina á nokkrum dögum með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum. 9.6.2022 07:54
Einstaklingar hafi „farið í þannig ástand“ við handtöku að þeim var gefið róandi Upp hafa komið tilvik þar sem einstaklingar sem flytja á úr landi í fylgd hafa „farið í þannig ástand“ að nauðsynlegt hefur þótt að gefa viðkomandi róandi lyf. Þetta hefur verið gert til að koma í veg fyrir að viðkomandi skaði sjálfan sig eða aðra. 9.6.2022 06:36
Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. 8.6.2022 07:07
Segja stjórn Festar hafa látið Eggert fara Viðskiptablaðið fullyrðir í frétt sem birtist á vb.is í gær að Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra Festar hf., hafi verið sagt upp. Þetta hefur blaðið eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 8.6.2022 06:23
Vaktin: Segja sex hundruð Úkraínumenn í „pyndingarklefum“ í Kherson Vassily Nebenzia, sendifulltrúi Rússlands við Sameinuðu þjóðirnar, gekk út af fundi öryggisráðsins í gær þegar forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins sakaði Rússa um að nota matvælabirgðir sem „leyniflaugar“ gegn þróunarríkjum heims. 7.6.2022 06:47
Sjá fram á að vanta muni þúsundir iðnaðarmanna Samtök iðnaðarins segja að ef fyrirætlanir um fjölgun íbúðarhúsnæðis á næstu árum ganga eftir muni vanta þúsundir iðnaðarmanna til starfa en að stjórnvöld hafi ekki tekið mið af því í fjárframlögum til iðnnáms. 3.6.2022 08:06
Kallaði eftir banni gegn árásarskotvopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. 3.6.2022 07:55