Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sæði úr gjafa sem er með genagalla sem eykur verulega líkurnar á krabbameinum var notað til að geta 197 börn. Sæðið var selt af European Sperm Bank í Danmörku, meðal annars til Íslands. 10.12.2025 07:51
Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað bandarískum sendiráðum og sendifulltrúum að hætta að nota leturgerðina Calibri og byrja aftur að nota Times New Roman. 10.12.2025 07:13
Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. 10.12.2025 06:47
Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Erlendur ríkisborgari, Marko Blazinic, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsisvist í fjögur ár og sex mánuði vegna tilraunar til fíkniefnainnflutnings. 9.12.2025 08:50
Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að fá varnarmálaráðuneytið til að veita nánari upplýsingar um aðgerðir sínar gegn svokölluðum „eiturlyfja-hryðjuverkamönnum“, hyggjast þingmenn Bandaríkjaþings knýja fram svör með árlegu varnamálafrumvarpi. 9.12.2025 08:30
Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Fjórir eru látnir og eins er saknað eftir að öflug alda sópaði fólki úr vinsælli saltvatnslaug á Tenerife á sunnudag og út á haf. Þrjú lík voru heimt úr sjónum en kona sem var bjargað lést á sjúkrahúsi í gær. 9.12.2025 07:10
Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. 9.12.2025 06:53
Húsbrot og líkamsárás Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar. 9.12.2025 06:23
Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Donald Trump Bandaríkjaforseti brást reiður við þegar í ljós kom að þingmaður sem hann náðaði sótti um endurkjör sem Demókrati. Svo virðist sem forsetinn hafi gert ráð fyrir að þingmaðurinn myndi ganga í raðir Repúblikana í þakklætisskyni. 8.12.2025 08:35
Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Forsætisráðherra Japan segir þarlend stjórnvöld munu grípa til yfirvegaðra en afdráttarlausra viðbragða vegna atviks sem átti sér stað um helgina, þar sem kínverskar herþotur eru sagðar hafa fest radarmið á japanskar herþotur. 8.12.2025 07:09