Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti segir afar mikilvægt að Bandaríkin „eignist“ Grænland og að leigusamningar og sáttmálar séu ekki nóg. 9.1.2026 07:03
Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Þrír eru með réttarstöðu sakbornings vegna E. coli sýkingarinnar sem upp kom á leikskólanum Mánagarði í október árið 2024. Þetta staðfestir lögregla í samtali við Ríkisútvarpið en vill ekki tjá sig um það um hverja er að ræða. 9.1.2026 06:35
Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Fólk sem léttist með notkun GLP-1 þyngdarstjórnunarlyfja nær fyrri þyngd á innan við tveimur árum þegar það hættir að nota lyfin, eða fjórum sinnum hraðar en fólk sem léttist með öðrum hætti. 8.1.2026 08:23
Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Þúsundir mótmæltu í borgum Kólumbíu í gær, í kjölfar hótana Donald Trump Bandaríkjaforseta um mögulegar hernaðaraðgerðir gegn landinu. Mótmælendur voru afar harðorðir í garð forsetans. „Trump er djöfullinn, hann er hræðilegasta manneskja í heimi,“ hefur Guardian eftir einum þeirra. 8.1.2026 07:08
Ekið inn í verslun og á ljósastaur Engan sakaði þegar ökumaður ók inn í verslun í gærkvöldi eða nótt, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni næturinnar. Um óhapp var að ræða. 8.1.2026 06:29
Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð hafa sent að minnsta kosti eitt herskip til að mæta olíuflutningaskipi sem Bandaríkjamenn hafa veitt eftirför frá því að það freistaði þess að komast til hafnar í Venesúela. 7.1.2026 07:12
Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social í gær að stjórnvöld í Venesúela myndu afhenda Bandaríkjunum hráolíu að andvirði tveggja milljarða dala. 7.1.2026 06:39
Eldur kveiktur í lyftu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki. 7.1.2026 06:14
Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Stephen Miller, einn nánasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta og hugmyndasmiður Bandaríkjastjórnar, segir að stóra spurningin sem blasi við varðandi Grænland sé sú hvaða „meinta“ yfirráðarétt Danmörk hafi yfir landinu. 6.1.2026 07:43
Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo menn í heimahúsi í Grafarvogi fyrir brot á skotvopnalögum. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar en leiða má líkur að því að um sé að ræða sömu aðgerð og greint var frá í gærkvöldi, þar sem sérsveitin kom við sögu. 6.1.2026 06:55