„Ég er sá sem getur fellt hann“ Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að frumvarp sem kveður á um birtingu allra gagna sem yfirvöld hafa safnað um Jeffrey Epstein verði tekið til umræðu í næstu viku. 13.11.2025 11:03
Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Tillaga Sjálfstæðismanna í Reykjavík um að falla frá bílastæðasektum á messutíma var felld í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar í gær. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar greiddu atkvæði með tillögunni en fulltrúar Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Sósíalista á móti. 13.11.2025 08:40
Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur látið dómsmálaráðherrann Herman Halushchenko og orkumálaráðherrann Svitlönu Grynchuk fjúka en bæði hafa verið ásökuð um aðild að umfangsmiklu spillingarmáli. 13.11.2025 08:08
Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Gengið var frá kaupum Sendafélagsins ehf. á 4G og 5G dreifikerfum Sýnar hf. og Nova hf. Kaupverðið nemur samtals 2,6 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að formlegu framsali fjarskiptabúnaðarins ljúki í árslok. 13.11.2025 06:53
Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. 12.11.2025 08:20
Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Loftmengun í Delí á Indlandi mælist nú 30 sinnum meiri en öryggisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Yfirvöld hafa fyrirskipað skólum að taka um fjarkennslu og þá hefur ýmis starfsemi verið takmörkuð. 12.11.2025 07:48
Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Ákæruvaldið í Mílanó hefur hafið rannsókn á ásökunum um að einstaklingar frá Ítalíu hafi greitt hermönnum Radovan Karadžić, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba, fyrir að fá að koma og skjóta og drepa almenna borgara í Sarajevo. 12.11.2025 06:53
Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings sem svaf í hengirúmi á safni í miðborginni. 12.11.2025 06:25
Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. 11.11.2025 08:00
Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Prinsinn af Wales hefur greint frá því að hann og Katrín, eiginkona hans, hafi tekið þá ákvörðun að vera opin og hreinskilin við börn sín varðandi veikindi Katrínar og Karls III, afa barnanna. 11.11.2025 06:54