Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi. 20.8.2025 09:03
Segist vilja komast til himna „Mig langar að komast til himna, ef það er mögulegt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í símaspjalli við stjórnendur morgunþáttarins Fox & Friends í gærmorgun. 20.8.2025 07:23
Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Mannleg mistök leiddu til þess að drög umsagnar skipulagsfulltrúa um framkvæmdir við Álfabakka 2a voru hengd við dagskrárlið 23 afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa í skjalakerfi Reykjavíkurborgar, í stað endanlegrar útgáfu umsagnarinnar. 20.8.2025 06:46
Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík. 20.8.2025 06:24
Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir yfirvöld hafa fellt niður landvistarleyfi yfir 6.000 erlendra námsmanna, þar af um 4.000 vegna meintra lögbrota. 19.8.2025 08:20
Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Forsvarsmenn Hamas segjast hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu gísla. 19.8.2025 07:33
Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Flösku með bensíni var kastað í hús í Hafnarfirði í gær og kveikt í, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. 19.8.2025 06:49
Góður fundur en fátt fast í hendi Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. 19.8.2025 06:29
Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Forsvarsmenn stéttarfélags flugþjóna Air Canada segja félagsmenn sína ekki munu snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir fyrirskipanir yfirvalda þar að lútandi. Flugþjónarnir lögðu niður störf á laugardagsmorgun og um það bil 1.400 flugferðir voru felldar niður um helgina. 18.8.2025 07:14
Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram „Selenskí Úkraínuforseti getur bundið enda á stríðið við Rússa svo til samstundis, ef hann vill, eða hann getur haldið áfram að berjast.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gærkvöldi. 18.8.2025 06:34