Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. 7.4.2022 20:13
Fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítala ákærður fyrir fjárdrátt Örn Þ. Þorvarðarson fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sakaður um að hafa dregið sér rúma 4,1 milljón króna úr starfs- og gjafasjóði læknráðs frá 2012 til 2016. 7.4.2022 19:51
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7.4.2022 18:58
Ómar Már leiðir Miðflokksmenn í borginni Ómar Már Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, leiðir framboðslista Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 7.4.2022 17:19
Krúttlegur refur með hundaæði aflífaður eftir að hafa bitið níu við þinghúsið Refur, sem vakið hefur mikla lukku á samfélagsmiðlum undanfarna daga, hefur verið fangaður og aflífaður eftir að í ljós kom að hann var með hundaæði og hafði bitið níu manns. Hann hafði verið á vappi við bandaríska þinghúsið í nokkra daga áður en hann var fangaður. 6.4.2022 23:34
Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 6.4.2022 22:20
Loka vegna myglu og segja eigendur hússins ekki hafa brugðist við kvörtunum Rekstraraðilar Hótels Volcano og Festi bistro&bar í Grindavík segja eigendur húsnæðisins ekki hafa brugðist við ítrekuðum kvörtunum vegna myglu og rakaskemmda. Hótelið og veitingastaðurinn þurfi því að loka. 6.4.2022 22:13
Strætó boðar frekari aðhaldsaðgerðir Strætó hefur boðað til frekari aðhaldsaðgerða vegna slæmrar afkomu. Tilkynnt var um fyrri hluta þeirra í síðustu viku, við mikið ósætti. 6.4.2022 21:18
Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum. 6.4.2022 21:12
Á níunda hundrað viðburða í Hörpu í fyrra Alls voru 867 viðburðir haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Tekjutap samstæðunnar nam 162,2 milljónum króna, um 20 milljónum minna en árið á undan. 6.4.2022 20:56