Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allir þrír sem lentu í snjó­flóðinu af er­lendu bergi brotnir

Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið.

Björn Haraldur leiðir Sjálfstæðismenn í Snæfellsbæ

Björn Haraldur Hilmarsson mun leiða lista sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Framboðslisti flokksins í Snæfellsbæ var samþykktur samhljóða á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í bænum í dag. 

Kalla inn Kinder egg vegna gruns um salmonellu

Ferreri Scandinavia AB í Svíþjóð og Aðföng hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla Kinder Surprise í tveimur pakkningastærðum. Annars vegar 20 gramma stök egg og þriggja stykkja pakkningu með 20 gramma eggjum.

Á níunda hundrað við­burða í Hörpu í fyrra

Alls voru 867 viðburðir haldnir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Tekjutap samstæðunnar nam 162,2 milljónum króna, um 20 milljónum minna en árið á undan. 

Sjá meira