Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24.5.2022 10:06
Sex atkvæða munur í Grímsnes- og Grafningshreppi Hársbreidd munaði á atkvæðafjölda E-listans og G-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag en E-listinn bar naumlega sigur úr bítum með sex atkvæða mun. 17.5.2022 15:30
L-listinn með þrjá af fimm fulltrúum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Samvinnulistinn, eða L-listinn, var sigursæll í sveitarstjórnarkosningum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á laugardag. Listinn fékk þrjá menn inn í sveitarstjórn af fimm fulltrúum sem þar sitja. 17.5.2022 15:22
Gísli dæmdur fyrir líkamsárás: Brotaþola létt eftir tveggja ára bið og tjáir sig um ofbeldið Gísli Hauksson, einn stofnenda fjárfestingasjóðsins GAMMA, hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Fyrrverandi sambýliskona Gísla segist þakklát því að málinu sé lokið fyrir dómstólum, tveimur árum eftir árásina, 17.5.2022 14:54
Einn listi bauð fram í Tjörneshreppi Einn listi bauð fram til sveitarstjórnar í Tjörneshreppi og var hann því sjálfkjörinn svo ekki þurfti að boða til sveitarstjórnarkosningar í hreppnum á laugardag. 17.5.2022 14:25
Skagastrandarlistinn sjálfkjörinn og engar kosningar Íbúar í sveitarfélaginu Skagaströnd gengu ekki til kosninga um helgina þar sem aðeins einn framboðslisti barst. Hann var því sjálfkjörinn í apríl. 17.5.2022 13:57
Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefja formlegar viðræður í Hafnarfirði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa hafið formlegar meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Flokkarnir ná meirihluta í bæjarstjórn með einum manni. 17.5.2022 13:06
Unglingarnir hefðu kosið sama fólkið og hlaut kjör í Reykhólahreppi Skuggakosningar til sveitarstjórnar voru haldnar á nýafstöðnu ungmennaþingi í Reykhólahreppi og mikill samhljómur var með niðurstöðum þeirra og niðurstöðum sveitarstjórnarkosninganna. Ólíklegt er því að breytingar hefðu orðið á niðurstöðunum þó ungmenni væru yngri þegar þau fengju atkvæðisrétt. 17.5.2022 11:07
Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 17.5.2022 10:42
E-listinn vann sigur í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi E-listinn bar sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Alls greiddu 819 atkvæði í sveitarfélaginu en 1.033 eru á kjörskrá í sveitarfélaginu. 17.5.2022 10:12
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent