Lizzo lagfærir textabút í nýju lagi eftir mikla gagnrýni Tónlistarkonan Lizzo lenti í vandræðum nú á dögunum vegna niðrandi textabútar í nýútgefna laginu „Grrrls.“ Textinn var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur hennar miður sín yfir orðnotkuninni. 15.6.2022 13:30
Rafmyntir í ólgusjó Einn versti dagur í sögu rafmyntamarkaðsins rann upp nú á mánudag. Markaðurinn hefur tekið vænar niðursveiflur á síðustu vikum vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu en heildarvirði rafmyntamarkaðsins hrundi niður fyrir eina trilljón Bandaríkjadala. 14.6.2022 16:39
Selja húfu til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar Góðgerðafélagið Lífskraftur hefur sölu á Lífskraftshúfum í samstarfi við 66° norður til stuðnings fjölskyldum og einstaklingum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. 14.6.2022 14:54
Sriracha-sósuskortur vegna veðurs Skortur á Sriracha sósu er yfirvofandi vegna veðrabreytinga í Mexíkó en Huy Fong Foods, framleiðandi sósunnar notar um það bil fimmtíu þúsund tonn af eldpipar í sósurnar sínar. Þetta hráefni er nú veðursins vegna af skornum skammti. 14.6.2022 13:18
Sumir með hundruð bita eftir helgina Lúsmý hefur verið landsmönnum til mikils ama síðastliðna daga víðsvegar um landið. Heilsugæslur urðu fyrst varar við bitin að einhverju ráði fyrir um viku síðan að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 13.6.2022 17:10
Bresk stjórnvöld eyddu háum fjárhæðum í gallaðan hlífðarbúnað Bresk stjórnvöld ætluðu að brenna hlífðarbúnað að andvirði fjögurra milljarða punda sem var ýmist gallaður eða stóðst ekki kröfur stjórnvalda. Þetta segir eftirlitsnefnd breska þingsins um ríkisútgjöld sem kannar nú hvernig stendur á því að ríkið hafi eytt eins miklu og raun ber vitni í ónothæfan búnað. 13.6.2022 16:30
Enn að eiga við Covid-19 Enn er dálítill fjöldi að greinast með Covid og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Covid ekki lokið. Nú séu það mest ferðamenn sem greinist, þá sérstaklega þau sem fari til Bandaríkjanna. Hann telur það þó geta breyst þar sem ekki er lengur þörf á því að sýna fram á neikvætt PCR-próf á leið þangað. 13.6.2022 14:37
Procter og Gamble kenna Amy Schumer um túrtappaskort Upp er kominn skortur á túrtöppum í Bandaríkjunum, en skorturinn virðist hafa ágerst á síðustu mánuðum. Stór framleiðandi kennir leikkonunni og grínistanum Amy Schumer um vandann og konur neyðist til að versla túrtappa á okurverði. 11.6.2022 13:01
Vaktin: Segir Rússa hvorki hafa vilja né getu til að ráðast gegn Finnum og Svíum Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir rússnesk stjórnvöld ekki munu láta það gerast að „járntjald“ falli á efnahagslíf landsins líkt og þegar Sovétríkin voru og hétu. Þau mistök verða ekki endurtekin, segir hann. 10.6.2022 07:59
Nýtt lyf heftir vöxt krabbameinsæxla Nýtt lyf við brjóstakrabbameini eykur líftíma sjúklinga um 23,9 mánuði á meðan hefðbundin lyfjameðferð gefur sjúklingum 16,8 mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um rannsókn sem kynnt var á dögunum á aðalfundi Félags klínískra krabbameinslækna í Bandaríkjunum. 9.6.2022 21:00