„Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3.8.2022 15:36
Grín og alvara í bland vegna eldgossins Eldgos er hafið á ný og viðbrögð á samfélagsmiðlum í takt við það. Netverjar deila ýmist skoðunum á gosinu sjálfu eða afleiðingum þess á meðan Domino's býður upp á frítt gos í tilefni dagsins. 3.8.2022 14:55
Ólga vegna nýrrar tónlistar Beyoncé Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið. 3.8.2022 14:30
Skjálfti af stærðinni 4,2 varð við Kleifarvatn Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 3.8.2022 12:03
Gular viðvaranir í gildi fram á kvöld Gular viðvaranir eru enn í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra ásamt Norðurlandi eystra. Búast má við vexti í ám og lækjum en ásamt því gætu vatnsföll flætt staðbundið yfir bakka sína. Auknar líkur eru á grjóthruni og skriðum og er útivistarfólki bent á hættu á kælingu vegna rigningar, lágs lofthita og vinda. 3.8.2022 09:05
Túrbínan sé tilbúin fyrir flutning til Rússlands Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz mun í dag skoða rússneska túrbínu frá Gazprom sem hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Túrbínan er staðsett í borginni Mulheim í Þýskalandi. 3.8.2022 08:31
Skjálfti í Mýrdalsjökli Rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld varð skjálfti í sunnanverðum Mýrdalsjökli. Stærð skjálftans hefur ekki verið staðfest. 30.7.2022 00:04
Sagðir hafa óskað óformlega eftir njósnara í stað Griner og Whelan Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa beðið um njósnarann Vadim Krasikov auk vopnasalans Viktor Brut í skiptum fyrir Brittney Griner og Paul Whelan í óformlegum viðræðum um fangaskipti við bandarísk yfirvöld. 29.7.2022 23:49
Bjartsýni og jákvæðni á Einni með öllu Hátíðin „Ein með öllu“ er haldin nú um verslunarmannahelgina á Akureyri, skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki hafa áhyggjur af veðrinu. Hann vonar að Norðlendingar og gestir safnist saman og fagni því að geta hisst á ný. 29.7.2022 22:11
Hvetja fólk til að yfirgefa brekkuna á miðnætti Baráttuhópurinn Öfgar sendi nú fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja þjóðhátíðargesti að yfirgefa brekkuna þegar meintur gerandi stígur á svið. Gestir sýni þannig stuðning við þolendur í verki. 29.7.2022 21:02