Fréttamaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson

Nýjustu greinar eftir höfund

Annar elds­neytisgeymslutankur sprakk á Kúbu

Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið.

Herða öryggi af ótta við tölvu­þrjóta

Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi.

Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum

Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 

Segir hald Rússa á Griner ó­rétt­mætt

Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari.

Fjögur á­kærð vegna máls Breonna Taylor

Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul.

Ís­land sé leiðandi afl í raf­rænni auð­kenningu

Ísland lenti í fjórða sæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu en könnun á þessu er framkvæmd árlega. Malta lenti í fyrsta sæti en könnunin er framkvæmd meðal aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Albaníu, Noregi, Sviss, Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Tyrklandi.

Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði

Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði.

At­vinnu­­leysi jókst um 0,5 prósent milli mánaða

Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig á milli maí og júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en atvinnuleysi mældist fjögur prósent í júní. Hlutfall starfandi einstaklinga lækkaði um 1,4 prósentustig.

Sjá meira