Segir dómarann færa fullgild rök fyrir niðurstöðu sinni Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir rök dómarans vegna dómsins sem féll nú á dögunum vegna stunguárásar í miðbæ Reykjavíkur vera fullgild. Hann hafi verið á því máli að dómurinn hafi átt að vera þyngri þar til hann las dóminn. 30.8.2022 00:00
Platan „Midnights“ væntanleg frá Taylor Swift í október Á VMA verðlaunahátíðinni í gær tilkynnti ástsæla söngkonan Taylor Swift að ný plata væri á leiðinni. Síðustu tvær plötur Swift hafa verið endurútgáfur af eldri plötum vegna deila um eignarhald á hennar eldri tónlist. 29.8.2022 21:30
Styrkur til fjörutíu úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ nemur 15 milljónum króna Háskóli Íslands veitti í dag fjörutíu námsmönnum 375 þúsund króna styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði háskólans, heildarstyrkupphæðin sem námsmönnunum var veitt nemur því fimmtán milljónum króna. 29.8.2022 20:56
Minnst 27 sentímetra hækkun sjávarmáls óumflýjanleg Búist er við 27 sentímetra hækkun á sjávarmáli að lágmarki vegna yfirvofandi bráðnunar jökulhetta á Grænlandi í kjölfar frekari hlýnunar jarðar. Þessi hækkun er sögð ekki taka til greina bráðnun annarsstaðar í heiminum en sú frá Grænlandi myndi ein valda fyrrnefndri hækkun enda um mikið magn íss að ræða eða 110 billjón tonn. 29.8.2022 20:08
Rafmagnslaust vegna háspennubilunar í miðbæ Reykjavíkur Rafmagnslaust er frá Grandagarði inn í Mýrargötu um þessar mundir vegna háspennubilunar. Íbúum er bent á að slökkva á raftækjum sem slökkvi ekki á sér sjálf og gætu valdið tjóni þegar rafmagn komi á að nýju. 29.8.2022 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mikill skortur er á úrræðum fyrir börn sem vista þarf utan heimilis á vegum barnaverndar. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir dæmi um að ekki hafi verið hægt að fjarlægja börn úr aðstæðum og þau hafi þurft að bíða dögum eða vikum saman eftir að komast út af heimili sínu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.8.2022 18:00
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. 26.8.2022 10:02
Bótagreiðslur kirkjunnar fari í sjóð tileinkaðan hinsegin fólki Door Allen kirkjan í Texas sem sögð er hafa sýnt „Hamilton“ söngleikinn í leyfisleysi hefur nú formlega beðist afsökunar á gjörðum sínum og segist muna greiða bætur vegna þessa. 26.8.2022 08:32
Google fegri upplýsingar um mengum vegna flugferða Leitarvélin og tæknirisinn Google hefur verið sakaður um það að fegra magn mengunar sem komi frá flugum sem finnist í flugleitarkima leitarvélarinnar. Leitarniðurstöður Google hafi nú í einhvern tíma birt hversu mikil mengun eða magn gróðurhúsalofttegunda komi frá hverju flugi fyrir sig. 26.8.2022 07:49
Fallið frá öllum ákærum Sjólaskipabræðra Fallið var frá öllum ákærum á hendur bræðra sem gjarnan eru kenndir við Sjólaskip, Guðmundi Steinari Jónssyni og Haraldi Reyni Jónssyni í gærmorgun. Saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara hafi lýst því yfir. 26.8.2022 07:00