Ekki í vafa um eftirminnilegasta daginn Í maí á þessu ári tilkynnti Þórólfur Guðnason að hann myndi brátt láta af störfum sem sóttvarnalæknir. Nú er síðasti dagur Þórólfs í embætti að kvöldi kominn og segir hann að sér líði vel með ákvörðunina og hann sé þakklátur þeim sem lögðu hönd á plóg í Covid faraldrinum. 31.8.2022 20:38
Eldur kviknaði í bílastæðahúsinu Stjörnuport Eldur kom upp í bílastæðahúsinu Stjörnuport við Laugaveg, tveir dælubílar voru sendir á vettvang. 31.8.2022 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 31.8.2022 18:01
Starfsmenn þýska fjármálaráðuneytisins grunaðir um tengsl við Rússland Þýska leyniþjónustan er sögð hafa verið beðin af þýska fjármálaráðuneytinu að kanna tengsl tveggja hátt settra starfsmanna innan ráðuneytisins við Rússland. Ráðuneytið hafi sagst vilja minnka áhrif rússneskrar orku. 31.8.2022 17:57
Nítján látin og barns með albínisma enn saknað Árás átti sér stað við lögreglustöð á Madagaskar í gær þar sem nítján eru sagðir hafa látið lífið af völdum lögreglu og tuttugu og einn særst. Hópur fólks er sagður hafa reynt að ráðast inn á lögreglustöð í bænum Ikongo. 30.8.2022 23:56
„Reynum að dæla inn eins mikið af pabbabröndurum og við getum“ Boðið var upp á spilakvöld í kvöld í spilaversluninni „Spilavinir“ en um er að ræða samstarfsverkefni á milli verslunarinnar og hlaðvarpsins „Pant vera blár.“ Þáttastjórnendur segja áhuga á borðspilum og framleiðslu þeirra hafa stóraukist. 30.8.2022 22:57
Segir sjálfstæðismenn lýsa yfir stríði við máva Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana. 30.8.2022 22:15
Rússar muni skrúfa fyrir gasflæði um Nord Stream 1 leiðsluna enn á ný Orkurisinn Gazprom er sagður ætla að loka fyrir flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna til Þýskalands á morgun og muni lokunin vara í þrjá daga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gazprom lokar á flæði gass til Þýskalands en gasflæði þangað sem og til annarra Evrópuríkja hefur verið óstöðugt í nokkurn tíma. 30.8.2022 20:25
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30.8.2022 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 30.8.2022 18:00