Árbæjarskóli og Austurbæjarskóli komnir í úrslit Skrekks Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram á þriðja og jafnframt síðasta undanúrslitakvöldi Skrekks. Átta atriði komast í úrslit og verða seinustu tvö atriðin sem dómnefnd hleypir í úrslit, kynnt í fyrramálið. 10.11.2022 00:13
Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9.11.2022 23:17
Verðlaun afhend fulltrúa íranskra kvenna ásamt fleirum Í dag voru hin ýmsu verðlaun veitt til framúrskarandi kvenna í Hörpu á Heimsþingi kvenleiðtoga. Þingið var haldið hér á landi í sjöunda sinn en hundruð kvenleiðtoga komu saman. 9.11.2022 22:27
Fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum þingdeildum Bandaríska þjóðin bíður nú í ofvæni eftir niðurstöðum þingkosninganna sem fóru fram í gær. Ljóst er að einhver bið getur verið eftir endanlegum niðurstöðum. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir fáheyrt að stjórnarandstaðan nái ekki tökum á báðum deildum þingsins. 9.11.2022 19:49
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Úrslit nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum velta á niðurstöðum í þremur ríkjum, þar sem gríðarmjótt er á munum. Hin svokallaða rauða bylgja repúblikana reið varla yfir, að sögn stjórnmálaskýrenda, og demókratar unnu hálfgerðan varnarsigur - þó að þeir bíði nú milli vonar og ótta. 9.11.2022 18:00
Fíkniefnaleitarhundurinn Buster tekur við á Vestfjörðum Nýr fíkniefnaleitarhundur, sem nefndur er Buster, hefur verið afhentur lögreglunni á Vestfjörðum. Buster tekur við af fíkniefnaleitarhundinum Tindi sem lýkur starfsskyldu sinni á næsta ári. 8.11.2022 22:46
Ísland sé vítamínsprauta fyrir kvenleiðtoga annarra þjóða Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Reykjavik Global Forum segir litla breytingu hafa orðið á viðhorfi til kvenkynsleiðtoga á síðustu fimm árum en Ísland hafi þó bætt sig. Þetta hafi orðið ljóst á Heimsþingi kvenna. 8.11.2022 22:23
Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8.11.2022 21:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudag, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir á borð við vitnakvaðningu. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 8.11.2022 17:45
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8.11.2022 08:01