Forsetaslagurinn, leit að eiganda fjármuna og rjómablíða Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu um alla borg í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Við sjáum frá deginum og ræðum við formann Landskjörstjórnar í beinni útsendingu. 25.4.2024 18:00
Umdeilt frumvarp, íslenskan og sumarveðrið Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25.4.2024 11:43
Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21.4.2024 21:00
Morðrannsókn og hestur sem hefur dálæti á saxófónleik Fjórir voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp í sumarbústað á Suðurlandi. Mennirnir eru allir frá Litháen. Lögreglan tjáir sig ekki um áverka á hinum látna, sem vöktu grunsemdir um saknæma háttsemi. 21.4.2024 18:09
„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“ Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. 21.4.2024 11:45
Bárðarbunga, manndrápsrannsókn og lundar á fyrsta farrými Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015. 21.4.2024 11:32
Grunur um manndráp á Suðurlandi, Kári Stefánsson og ropandi kýr Karlmaður á fertugsaldri er talinn hafa verið myrtur í sumarhúsi á Suðurlandi. Fjórir hafa verið handteknir. 20.4.2024 18:00
Jarðhræringar, sprengjuhótun og kíghósti Eldfjallafræðingur telur ekkert benda til þess að nýtt eldgos sé við það að hefjast þrátt fyrir gögn Veðurstofunnar. Almannavarnir juku viðbúnað sinn í gær vegna hættu á öðru gosi. 20.4.2024 11:45
Jón nýr formaður bankaráðs Landsbankans Ný stjórn hefur verið kjörin í bankaráð Landsbankans. Jón Þ. Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu er nýr formaður ráðsins og tekur við af Helgu Björk Eiríksdóttur sem hefur sinnt formannsstörfum síðustu átta ár. 19.4.2024 18:15
Yfirvofandi eldgos, örvæntingarfull móðir og Hamraborgarþjófarnir Almannavarnir hafa aukið viðbúnað vegna meiri hættu á öðru eldgosi, sem búist er við að geti hafist á Reykjanesskaganum á næstu dögum. Við ræðum við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna í beinni útsendingu. 19.4.2024 18:00