Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. 18.11.2024 14:32
Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. 18.11.2024 13:30
Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Skæð fuglainflúensa (H5N5) greindist í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hvetur almenning til að varast það að snerta eða handfjatla hræ eða veika villta fugla og tilkynna strax um það til stofnunarinnar ef það finnur veika eða dauða fugla. 18.11.2024 13:01
Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Fjárlagafrumvarp ársins 2025 var samþykkt á Alþingi í dag með 26 atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þingflokkur Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðsluna líkt og aðrir flokkar stjórnarandstöðunnar. Þannig sátu 24 þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna en tólf þingmenn voru fjarverandi. 18.11.2024 12:04
„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum. 10.11.2024 21:01
Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Í dag er ár liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Hamfarirnar eru einar þær mestu í sögunni að sögn bæjarstjóra sem kveðst bjartsýnn á framtíð bæjarins þrátt fyrir að jarðhræringum sé ekki lokið. Forseti Íslands mun sækja samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld. 10.11.2024 13:26
Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Líkamsræktarkappi sem ætlar að fara sautján hundruð kílómetra á þrektækjum á einni viku segist vera aukaatriði í verkefninu. Markmiðið er að vekja athygli á málstað sem stendur honum nærri og styðja við Pieta-samtökin. 9.11.2024 22:01
Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Engin markviss skráning slysa og óhappa í ferðaþjónustu er fyrir hendi á Íslandi. Starfshópur leggur til að bætt verði úr með því með miðlægri skráningu. Hins vegar mælir starfshópurinn ekki með banni við jöklaferðum yfir sumartímann. Sérfræðingur segir aukið eftirlit og tryggari öryggisferla vænlegri lausn en boð og bönn. 9.11.2024 20:01
Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Það myndi hafa slæm áhrif á starfsemi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu ef til læknaverkfalls kemur að sögn framkvæmdastjóra. Öryggismönnun verður þó í gildi á bæði Landspítala og heilsugæslu. Heilbrigðisráðherra bindur vonir við að samningar náist áður en boðuð verkföll eiga að hefjast. 8.11.2024 19:02
Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Ekki liggur fyrir hvort umsókn Hvals hf. um leyfi til hvalveiða verði afgreitt fyrir alþingiskosningar en það er ekki útilokað. Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir málið vera í eðlilegu ferli innan ráðuneytisins og það verði að koma í ljós hvað verður. 8.11.2024 16:07