Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Pall­borðið á Vísi: Hvar stendur Ís­land gagn­vart Trump, tollastríði og breyttri heims­mynd?

Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst.

„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Hitafundur í Hvíta húsinu og ó­veður í Reynisfjöru

Stjórnmálafræðingur segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa stutt málstað Rússlandsforseta með framkomu sinni og yfirlýsingum á hitafundi í gær. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður farið yfir viðbrögðin vegna uppákomunnar í Hvíta húsinu milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu og ræðum við sérfræðing sem segir að svo virðist sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjanna og Evrópu.

„Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venju­legt barn“

Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind.

Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heims­styrj­öld

Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld.

Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjara­samningum annarra stétta

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi.

Skoðaði stað­setningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir á­rásina

Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum.

Brugðist við bið­launum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“

Þorsteinn Skúli Sveinsson, frambjóðandi til formanns VR segir skýringar Ragnars Þórs Ingólfssonar, um hvers vegna hann þáði sex mánaða biðlaun frá félaginu eftir að hann tók sæti á Alþingi, hjákátlegar. Allir fjórir frambjóðendur til formanns VR eru sammála um að ekki sé við hæfi að fráfarandi formaður þiggi biðlaun þegar viðkomandi hefur þegar gengið í önnur störf. Stjórn VR hefur þegar tekið ákvörðun um breytingar á skilyrðum fyrir greiðslu biðlauna.

Sjá meira