Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Jafn­réttis­bar­áttan gangi líka út á að gefa körlum tæki­færi

Heimsþing kvenleiðtoga fer fram í Hörpu í áttunda sinn í næstu viku. Þótt þátttakendur verði langflestir konur hvaðanæva að úr heiminum, þá verður sérstök áhersla á þátttöku á karla og drengja í ár. Það er mikilvægt að þeirra rödd og hagsmunir gleymist ekki í jafnréttisbaráttunni að sögn stjórnarformanns ráðstefnunnar. Bakslag í jafnréttismálum sé áhyggjuefni á heimsvísu, þótt staðan sé mun betri hér á landi en annars staðar.

Ekki lengur gert ráð fyrir að fanga­verðir starfi í brottfararstöð

Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð.

Skrifin séu ekki til komin vegna fram­boðs í borginni

Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð.

Líf og Dóra í nýjum hlut­verkum út kjör­tíma­bilið

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni.

Steinunn frá UNICEF til Festu

Steinunn Jakobsdóttir hefur verið ráðin nýr samskiptastjóri Festu – miðstöðvar um sjálfbærni. Steinunn hefur undanfarinn áratug starfað hjá UNICEF á Íslandi, fyrst sem fjáröflunarstjóri og síðan kynningarstjóri. Steinunn mun leiða miðlun og ásýnd Festu út á við og verður falið að sinna samskiptum við aðildarfélög, fjölmiðla og aðra hagsmunaaðila.

Belgar kalla saman þjóðar­öryggis­ráð vegna drónaflugs við flug­velli

Þjóðaröryggisráð Belgíu kemur saman til neyðarfundar í dag vegna drónaflugs við flugvelli í landinu sem röskuðu ferðaáætlunum farþega og hefur valdið áhyggjum af öryggismálum. Rússar eru sagðir „mjög líklega“ bera ábyrgð á sífjölgandi atvikum þar sem óvelkomnir drónar hafa verið á sveimi í evrópskri lofthelgi síðan um miðjan september.

Leysa brátt frá skjóðunni um leið­toga Mið­flokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn

Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur.

Níu af hverjum tíu for­eldrum leikskólabarna í Reykja­vík á­nægðir en mælingin ekki saman­burðar­hæf

Í framhaldi af nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem birt var í morgun hefur Reykjavíkurborg bent á að yfirgnæfandi meirihluti foreldra leikskólabarna í borginni séu ánægðir með þjónustuna. Í úttekt Viðskiptaráðs, sem fjallar um lokunardaga á leikskólum í stærstu sveitarfélögum landsins, er ekki tekið mið af þeirri ánægjukönnun sem Reykjavíkurborg lætur sjálf framkvæma. Ástæðan er sú að gögnin eru ekki samanburðarhæf við önnur sveitarfélög og hafa almennt ekki verið eins aðgengileg á vef borgarinnar að sögn hagfræðings ráðsins.

Óttast að stóru stofurnar gætu orðið ein­ræðis­herrar í eftir­liti

Það er brýnt að bæta verulega eftirlit í byggingariðnaði, ekki síst strax á hönnunarstigi, til að unnt sé að koma betur í veg fyrir óþarfa galla í nýbyggingum. Þetta segir sérfræðingur sem segir bæði kosti og galla við hugmyndir um að eftirlit í byggingariðnaði verði fært á hendur einkaaðila.

Stóladans þing­manna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Berg­þórs

Hlutverkaskipti þingmanna í hinum ýmsu nefndum á Alþingi hafa ekki aðeins áhrif á stöðu þingmanna og hlutverk þeirra á þinginu heldur einnig á launatékka þeirra. Þannig má gera ráð fyrir að laun Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, lækki um tæpar 250 þúsund krónur á mánuði eftir að hann vék sem þriðji varaforseti þingsins í fyrradag. Á móti hækka laun Bergþórs Ólasonar sem tók sætið í stað Karls Gauta. Laun þingmanna fara á hreyfingu í hvert sinn sem þeir gera ákveðin sætaskipti þar sem sérstak álag er greitt á laun fyrir ákveðin hlutverk í þinginu.

Sjá meira