Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar. 8.1.2026 14:27
Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Í kjölfar árásar Bandaríkjanna á Venesúela og orðræðu bandarískra leiðtoga um yfirtöku Grænlands hefur Alþjóðamálastofnun HÍ í samstarfi við Stjórnmálafræðideild skólans og Félag stjórnmálafræðinga boðað til pallborðsumræðna um þá spennu sem nú virðist vera að ná hámarki í alþjóðakerfinu. 8.1.2026 11:30
Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og konan hans Rakel Þormarsdóttir hafa valið nafn fyrir veitingastaðinn sem þau opna á næstunni á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar í Reykjavík. Staðurinn heitir Fossinn, væntanlega með vísan í Fossvoginn, og þau eru nú í leit að starfsfólki til að taka á móti gestum og til starfa í eldhúsi staðarins. 8.1.2026 09:50
Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8.1.2026 09:12
Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Frá og með deginum í dag verður ekki lengur hægt að kaupa tónlist íslensku tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í plötuverslun nokkurri í Óðinsvéum í Danmörku. Ástæðan er sú að eigendur verslunarinnar hafa tekið plötur hennar úr hillum vegna ummæla sem söngkonan lét falla um Grænland og Danmörku á samfélagsmiðlum á dögunum. Ekki verður heldur hægt að kaupa tónlist Bjarkar í gegnum vefverslun fyrirtækisins. 8.1.2026 07:38
Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Í ár verða liðin sjötíu ár síðan hópur ríflega fimmtíu flóttamanna kom frá Ungverjalandi til Íslands í framhaldi af byltingunni sem hófst í Búdapest haustið 1956. Í tilefni af þessum tímamótum hefur barnabarn eins flóttamannanna í hópnum ráðist í það verkefni að hafa uppi á afkomendum fólksins á Íslandi, en stór hluti hópsins settist hér að þótt aðrir hafi leitað áfram og aðeins staldrað stutt við á Íslandi. 7.1.2026 21:31
Stefán vill verða varaformaður Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. 7.1.2026 10:18
Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni. 7.1.2026 09:12
Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Vikulegri útgáfu ViðskipaMoggans verður hætt og þá hafa þrjár deildir hjá mbl.is og Morgunblaðinu verið sameinaðar í eina. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á ritstjórn Morgunblaðsins og fréttavefsins mbl.is sem fela í sér að þær deildir sem annast hafa almennan fréttaflutning á blaði og vef hafa verið sameinaðar. Sömuleiðis hefur viðskiptadeild blaðsins, sem hefur sinnt umfjöllun bæði á vef og í blaði, verið færð undir sömu deild. 7.1.2026 08:26
Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Brunavarnir Árnessýslu vinna nú að slökkvistarfi rétt sunnan við Selfoss þar sem töluverður sinueldur brennur. Tilkynning barst um eldinn þegar klukkan var um korter yfir tvö í dag. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi. 6.1.2026 14:57