Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Akranesbær hefur gengið frá sölu á gamla Landsbankahúsinu á Akranesi sem stefnt er að því að fái nýtt hlutverk. Söluverðið er sjötíu milljónir en það er fyrirtækið Hraun fasteignafélag ehf. sem er kaupandi en ætlunin er að opna hótel og veitingastað í húsinu eftir að það hefur verið gert upp. Þó er lagt upp með að húsið haldi upprunalegum stíl og einkennum sínum eins og kostur er. 16.1.2026 10:17
Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Alþingi hefur framlengt skilafrest vegna hugmyndasöfnunar sem efnt hefur verið til í tilefni af 1100 ára afmælis Alþingis árið 2030. Almenningi gefst þannig tækifæri í viku í viðbót, eða til föstudagsins 23. janúar næstkomandi, til að senda inn hugmyndir og tillögur að því hvernig megi fagna afmælinu eftir fjögur ár. 16.1.2026 08:54
Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir misnotkun valds, hindrun framgangs réttvísinnar og fyrir skjalafals í tengslum við misheppnaða tilraun hans til að setja á herlög í landinu árið 2024. Um er að ræða fyrstu dómsuppkvaðninguna yfir forsetanum fyrrverandi, en hann gæti átt yfir höfði sér enn frekari refsingu, jafnvel dauðarefsingu, þar sem enn á eftir að kveða upp úrskurði í þremur málum til viðbótar sem tengjast embættisfærslum forsetans. 16.1.2026 08:00
„Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði í gær að ef Bandaríkin virtu ekki yfirráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi og sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga yrði nýskipaður starfshópur um framtíð Grænlands líklega skammlífur. 16.1.2026 07:39
Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Á átta ára tímabili, frá 2018 til 2025, hafa fimm ráðuneyti og undirstofnanir þeirra samtals varið rúmum 350 milljónum í kostnað vegna starfslokasamninga. 16.1.2026 07:01
Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. 15.1.2026 19:02
Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Fulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi hefur verið kallaður á teppið í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem hann verður krafinn skýringa um meint ummæli mögulegs sendiherraefnis Bandaríkjanna gagnvart Íslandi. Skorað hefur verið á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að bregðast við vegna brandara Billy Long um að gera ætti Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. 15.1.2026 17:04
Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir svörum frá innviðaráðherra um strætisvagna á Íslandi frá kínverska framleiðandanum Yutong. Fyrirspurnina leggur Þórdís fyrir ráðherrann á Alþingi, í framhaldi af fréttum frá Norðurlöndum þar sem bent hefur verið á möguleika þess að framleiðandinn kínverski gæti haft áhrif á virkni vagnanna með rafrænum hætti. Þórdís vill vita hversu margir vagnar frá framleiðendanum eru í umferð hjá hinu opinbera og hvort stjórnvöld hér á landi hafi með einhverjum hætti brugðist við. 15.1.2026 16:02
Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Formaður Landssamtaka Grænlendinga í Danmörku hvetur Íslendinga og aðra sem búsettir eru í Danmörku til að sýna samstöðu með Grænlendingum í verki með því að mæta á samstöðumótmæli sem skipulögð hafa verið víðsvegar um Danmörku á laugardaginn. Hún segir Grænlendinga þurfa á andlegri fyrstu hjálp að halda í ljósi málflutnings Bandaríkjaforseta um að vilja eignast landið, með einum eða öðrum hætti. 14.1.2026 22:43
Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Maður á fertugsaldri, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Reykjavík í lok síðustu viku, er á batavegi. Tveir menn sitja í gæsluvarhaldi vegna málsins sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 14.1.2026 22:15
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent