Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1.12.2019 15:01
Skoða hvort flugslys í íbúðahverfi í Svíþjóð hafi borið að með saknæmum hætti Flugmaður lést þegar lítil flugvél hrapaði í íbúðahverfi í bænum Ronneby í Suður-Svíþjóð í gær. Slysið átti sér stað síðdegis á fjórða tímanum að staðartíma og er vélin sögð hafa skollið til jarðar í heimreið um tíu metrum frá íbúðarhúsi. 1.12.2019 12:36
Kveiktu í líki konunnar eftir hópnauðgun Fjórir menn játuðu í gær á sig að hafa hópnauðgað og myrt 27 ára gamla konu í suðurhluta Indlands. Brennt lík hennar fannst undir brú í Hyderabad, höfuðborg indverska fylkisins Andhra Pradesh, og eru mennirnir taldir hafa kveikt í líki hennar. 1.12.2019 11:00
Níu létust í flugslysi í Suður-Dakóta Níu létu lífið í flugslysi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær, þar á meðal flugmaður vélarinnar og tvö börn. Hinir þrír farþegar vélarinnar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og eru talin í lífshættu. 1.12.2019 09:45
Bíll lenti á umferðarskilti og valt á Suðurlandsvegi Bílvelta átti sér stað í gær rétt á móts við Hveragerði. Tilkynning barst um atvikið á ellefta tímanum í gærkvöldi og var slökkvilið, lögregla og sjúkraflutningateymi sent á vettvang. 30.11.2019 16:42
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30.11.2019 15:53
Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri Gunnar Ingi Birgisson lætur á morgun af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er sagður hafa óskað eftir lausn frá störfum af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum. 30.11.2019 14:31
Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30.11.2019 12:57
Lögreglan segir mistök hafa verið gerð og biðst afsökunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á umfjöllun um útkall hennar á skólaskemmtun í Breiðholti í fyrrakvöld. 30.11.2019 11:50
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. með lotunúmerinu 215-19-43-1-06 vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er nú sagt vinna að innköllun kjúklingsins úr verslunum og frá neytendum. 30.11.2019 11:23