Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15.2.2021 23:27
Búið að selja húsið sem kallaði á hlífðarfatnað og allsherjar endurnýjun Víðfrægt hús í Kópavogi sem vakti mikla athygli fyrr í mánuðinum hefur verið selt. Fasteignasali benti áhugasömum kaupendum á að skoða húsið í hlífðarfatnaði af heilsufarsástæðum. 15.2.2021 22:58
Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15.2.2021 22:09
Vænta þess að tæplega 190 þúsund verði bólusettir fyrir lok júní Heilbrigðisráðuneytið gerir ráð fyrir því að hægt verði að bólusetja tæplega 190 þúsund einstaklinga við Covid-19 á Íslandi fyrir lok júní með þeim bóluefnum sem eru komin í notkun hér á landi. 15.2.2021 17:15
Álitu sænskar leiklýsingar ólíklegar til vinsælda: Viaplay ýmist sögð ógn eða tímanna tákn „Við höfum ekki keypt sýningarréttinn á leikjum íslenska landsliðsins til að fela þá fyrir íslensku þjóðinni, það væri einfaldlega heimskulegt,“ segir forstöðumaður íþrótta hjá NENT Group. Hinn danski Peter Nørrelund segist ekki geta beðið eftir því að faraldurinn endi svo hann geti sótt frændþjóð sína heim og hafið ráðningar. 15.2.2021 07:01
Breytingin lengi biðlista og vegi að atvinnuréttindum ungra sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfaranemar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að setja strangari skilyrði fyrir niðurgreiðslu sjúkraþjálfunar. Andrea Þórey Hjaltadóttir, mastersnemi í sjúkraþjálfun, segir breytinguna vega að atvinnuréttindum nýútskrifaðra sjúkraþjálfara og ýta undir að þeir leiti sér vinnu erlendis á sama tíma og langir biðlistar eru eftir þjónustu þeirra á Íslandi. 12.2.2021 09:00
Meira um sýndarneyslu á Íslandi og mikið um að fólk eigi sömu hlutina Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands, segir að auglýsingar séu stöðugt að reyna að telja okkur trú um að við getum fyllt í andleg göt með kaupum á vörum og þjónustu. 12.2.2021 07:01
Guðbergur sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Guðbergur Reynisson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá árinu 2012 og sem formaður síðan 2016. 11.2.2021 14:35
Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér en á hinum Norðurlöndunum Raunverð íbúða hefur hækkað meira hér á landi en í nágrannalöndum á síðustu fimm árum. Mælist hækkunin yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1 til 20% á hinum Norðurlöndunum. 11.2.2021 12:55
Segja Sýn og Nova hafa gert samkomulag við félag tengt nánum vini Donalds Trump Félag í stýringu bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Colony er langt komið með að ljúka kaupum á óvirkum farsímainnviðum af Sýn og Nova fyrir um 13 milljarða króna, að sögn Viðskiptablaðsins. 11.2.2021 11:54