Vara við neyslu á ís vegna örverumengunar Matvælastofnun varar við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar. Um er að ræða innköllun á fjórum tegunum af ís framleiddum á sama degi. 2.6.2021 13:57
Pfizer gefur í og eykur bóluefnaframboð í Evrópu Gert er ráð fyrir að framboð á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn Covid-19 muni aukast verulega á EES-svæðinu með tilkomu framleiðsluaukningar í Belgíu. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) gaf út í gær að hún hafi mælt með samþykkt nýrra framleiðslulína í bænum Puurs þar sem ein stærsta verksmiðja Pfizer er starfrækt. 2.6.2021 13:50
Íslensku öndunarvélarnar komnar til Indlands Fimmtán öndunarvélar og tólf þúsund töflur af veirulyfinu Favipiravir lentu í Delí á Indlandi snemma í morgun að staðartíma. Um er að ræða gjöf frá Landspítala og íslenskum stjórnvöldum vegna alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi. 2.6.2021 13:24
Bein útsending: Fimmtíu verkefni keppa um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í dag klukkan 12 í Hátíðasal Aðalbyggingar skólans. Viðburðurinn er liður í Nýsköpunarvikunni og verður hægt að fylgjast með verðlaununum í spilaranum hér fyrir neðan. 2.6.2021 11:30
Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2.6.2021 11:14
Bankarnir hækkuðu allir vexti húsnæðislána í dag Arion banki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir kynnt vaxtahækkanir á útlánum sínum í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækka vextir vissra lána um 0,15 til 0,25 prósentustig og tóku breytingarnar gildi í dag. 1.6.2021 16:45
Sala nýrra fólksbíla jókst um 159 prósent og bílaleigur tóku við sér Sala nýrra fólksbíla jókst um tæp 159% hér á landi í maí samanborið við sama tíma í fyrra. Nýskráningum fjölgaði um 24,9% milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins og fara úr 3.369 í 4.208. 1.6.2021 15:30
Menntasjóður námsmanna áfrýjar dómi héraðsdóms í ábyrgðarmannamáli Menntasjóður námsmanna hyggst áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem sjóðurinn tapaði máli gegn ábyrgðarmanni námsláns. 1.6.2021 12:34
Íbúar höfnuðu hugmyndum um háhýsi með afgerandi hætti 67% þátttakenda í ráðgefandi íbúðakosningu um aðalskipulag Oddeyrar á Akureyri greiddu atkvæði með gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða húsum á svonefndum Gránufélagsreit. 1.6.2021 10:33
Bein útsending: Hátækni, matvælaframleiðsla og orka „Nýsköpun í matvælaframleiðslu er mikilvægasta viðfangsefni samtímans“ er yfirskrift viðburðar á Nýsköpunarviku sem hefst klukkan 10. 1.6.2021 09:40