Lögregla tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tengt innbrot í heimahús við færslur á samfélagsmiðlum þar sem íbúar greina frá því að þeir séu í fríi og þar með að heiman. Töluvert hefur verið um innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og telur lögregla fulla ástæðu til að vera á varðbergi. 15.7.2021 14:49
Vígahnötturinn sem sprakk yfir Suðurlandi sennilega á stærð við lítið hús Vígahnötturinn sem sprakk yfir Suðurlandi föstudaginn 2. júlí var líklega um sjö metrar í þvermál. Getur það samsvarað litlu tveggja hæða húsi. 15.7.2021 13:43
Bólusetning með breyttu sniði í haust Í gær fór fram síðasta fjöldabólusetningin í Laugardalshöll og hér eftir verður bólusetning á höfuðborgarsvæðinu með breyttu sniði. 15.7.2021 11:29
Maður látinn eftir vinnuslys í Reykjanesbæ Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi í Reykjanesbæ í gær er látinn. Um er ræða karlmann á fimmtugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 15.7.2021 11:08
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15.7.2021 08:44
21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. 15.7.2021 07:29
Áfram hlýjast á Norður- og Austurlandi Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður. 15.7.2021 07:15
Bílaleigubílar þrefaldast í verði: „Þetta er bara lögmálið um framboð og eftirspurn“ Dæmi eru um verð á bílaleigubílum hafi meira en þrefaldast frá því í desember en fjölmargir ferðamenn hafa gripið í tómt undanfarna daga. Mikil umframeftirspurn er eftir bílaleigubílum og er útlit fyrir að bílaleigur verði nærri uppseldar fram í ágúst. 14.7.2021 06:00
Óvægin umræða á samfélagsmiðlum þáttur í andlegri vanlíðan dýralækna Andleg vanlíðan og streita er algeng meðal dýralækna hér á landi og segjast 75% þeirra finna fyrir andlegum eða líkamlegum einkennum vegna mikils álags. Þetta er niðurstaða könnunar sem Dýralæknafélag Íslands lét gera á líðan dýralækna í starfi. 13.7.2021 13:42
Fjórir laumufarþegar fluttir í sóttvarnahús Fjórir laumufarþegar voru um borð í skipi sem kom til hafnar í Straumsvík þann 8. júlí síðastliðinn. Mennirnir dvelja nú í sóttvarnarhúsi en talið er að þeir hafi komið um borð í skipið í Senegal um mánaðamótin maí/júní. 13.7.2021 13:03