Ísrael hét hefndum og hæfði skotmörk í Líbanon Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah-samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás á hernumdu svæði Ísraels í Gólanhæðum. 28.7.2024 10:35
Lýsa yfir óvissustigi og skipa fólki að yfirgefa svæðið Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups úr Mýrdalsjökli. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi beinir því eindregið til fólks að halda sig frá svæðinu milli Skaftártungu og Víkur í Mýrdal. Áhyggjur eru af gosmengun og þá hefur vatn flætt yfir hringveginn og fleiri vegi á svæðinu. 27.7.2024 17:10
Áhyggjur af gasmengun vegna jökulhlaups Útlit er fyrir að jökulhlaup sé hafið við Mýrdalsjökul og er fólki er ráðlagt frá því að vera á ferli nærri upptökum Múlakvíslar og við Kötlujökul. Mestar áhyggjur eru af gasmengun. Hringvegur um Mýrdalssand er lokaður til austurs vegna vatns sem flæðir yfir hann úr ánni Skálm. 27.7.2024 12:28
FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. 27.7.2024 10:47
Birtu nýja stiklu fyrir Rings of Power Lord of the Rings aðdáendur geta hlakkað til haustsins enda mun það færa þeim nýja þáttaröð af Rings of Power sem fer í sýningar á Amazon Prime Video þann 29. ágúst. 26.7.2024 23:48
Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26.7.2024 22:43
Málið óheppilegt og mjög klaufalegt Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst. 26.7.2024 20:36
Ekki verið ætlun þeirra að gera bílakaupin opinber Halla Tómasdóttir segir að ljósmynd af henni og Birni Skúlasyni, eiginmanni hennar að taka við nýjum Volvo-rafbíl hafi verið birt á Facebook-síðu Brimborgar án þeirra vitundar. Ekki hafi verið ætlunin að gera bílakaupin opinber og þau ekki farið fram á nein sérkjör. 26.7.2024 18:09
Skoða að flytja Blóðbankann vegna myglu og raka Til greina kemur að flytja starfsemi Blóðbankans vegna raka- og mygluvandamála sem upp komu í húsnæði hans við Snorrabraut. Mygla greindist síðasta sumar eftir langvarandi kvartanir starfsfólks. 26.7.2024 08:58
„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“ Næringarfræðingur mælir gegn því að fólk fari á svokallað kjötætu- eða carnivoremataræði þar sem markmiðið er að borða nær eingöngu kjöt, egg og smjör í þeim tilgangi að bæta heilsufar sitt. Ávallt beri að taka upplýsingum um næringu og mataræði á samfélagsmiðlum með fyrirvara. 26.7.2024 06:54