Hámhorfið: Hvað eru prestar landsins að horfa á? Sunnudagar eru sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og má gera ráð fyrir því að margir nýti páskafríið í gott hámhorf. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks varðandi hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag, á páskadegi, fáum við að heyra frá nokkrum prestum landsins. 31.3.2024 11:31
„Martröð“ að spila í of síðu goth pilsi Tónlistarkonan Tatjana Dís, meðlimur hljómsveitarinnar ex.girls, hefur gaman að hverfulleika tískunnar, þar sem eitthvað sem telst ljótt eina stundina getur orðið flott stuttu síðar. Tatjana forðast það að klæðast úlpu við hælaskó, sækir tískuinnblástur til bestu vinkonu sinnar og er viðmælandi í Tískutali. 30.3.2024 11:31
„Kannski var ég ekki að pæla í algebru því mamma mín var að deyja“ „Ég bý við það óöryggi að ég held að enginn skilji mig,“ segir leikarinn Gunnar Smári Jóhannsson. Gunnar Smári er 31 árs gamall og hefur upplifað meira en flestir jafnaldrar hans. Sem barn missti hann báða foreldra sína sem og ömmu sína og afa og hefur hann tamið sér að ræða opinskátt um sorgina. 30.3.2024 07:00
Æðisleg tilfinning að þurfa ekki að geðjast fólki Kristinn Óla Haraldsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann er með þekktari tónlistarmönnum landsins og hvað þekktastur undir nafninu Króli í tvíeykinu JóiPé og Króli. Króli skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 en ákvað fyrir nokkrum árum að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna bæði leiklistinni og andlegri heilsu. Í síðustu viku sendi hann svo frá sér plötuna SCANDIPAIN ásamt Jóa og danska rapparanum Ussel. Blaðamaður ræddi við hann um listina, ástina og lífið. 29.3.2024 07:00
Er sannkölluð Mary Poppins þegar það kemur að töskunni Heiður Ósk Eggertsdóttir er förðunarfræðingur, ofurskvísa og eigandi Reykjavik MakeUp School. Hún er með ýmislegt í töskunni hjá sér og deilir því hér með lesendum Vísis. 28.3.2024 11:30
„Fór langt fram úr mínum björtustu vonum“ Tónlistarmaðurinn Jóhann Egill var að senda frá sér sína fyrstu sóló plötu sem ber heitið LUCID DREAMING MOMENTS. 26.3.2024 18:01
Draumkennd framtíðarvitrun frá heitustu danssveit landsins Ofurdanssveitin Gusgus var að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýja útgáfu sem á sér þó langa sögu. 26.3.2024 13:11
Átján ára og stefna langt Helgi Trausti Stefánsson, Maron Birnir Reynisson og Egill Airi Daníelsson eru á öðru ári í menntaskóla og ætla sér stóra hluti í tónlistarheiminum. Þeir voru að senda frá sér myndband við splunkunýtt lag sem þeir gáfu út í gegnum Tónhyl akademíu en Tryggvi Þór Torfason gerði taktinn. 25.3.2024 14:00
Súperstjörnur landsins fögnuðu með GDRN Ofurstjarnan GDRN fagnaði nýrri plötu með pomp og prakt á veitingastaðnum Önnu Jónu í síðastliðinni viku. Platan ber heitið Frá mér til þín og inniheldur átta einlæg og poppskotin lög. 25.3.2024 11:31
Hámhorfið: Hvað eru hetjur hafsins að horfa á? Sunnudagar til sjónvarpsgláps segja sumir og gildir þá einu hvort það sé á landi eða sjó. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks til að heyra hvað það er að horfa á. Í dag er rætt við sjómenn en hetjur hafsins eru sannarlega með fjölbreyttan smekk á afþreyingarefni. 24.3.2024 12:31