„Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ „Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa,“ segir tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir, jafnan tengd við hljómsveitirnar Reykjavíkurdætur og Amabadama. Hún er að vinna að sólóplötu og fagnar því að áratugur sé liðinn frá því að fyrsti smellur Amabadama fór út. 15.8.2024 07:01
Ungfrú Ísland í beinni útsendingu Í kvöld verður ný fegurðardrottning krýnd Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla bíói og verður í beinu streymi hér í pistlinum. Útsending hefst klukkan 20:00. 14.8.2024 18:01
Ástin blómstrar í fjarlægð frá sviðsljósinu Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. 14.8.2024 15:01
Ungfrú Ísland: Hver er líklegust til að hunsa skilaboð? Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland fer fram í kvöld í Gamla Bíói og verður í beinu streymi á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 20:00. Stelpurnar sem stíga á svið í kvöld eru í góðum gír og svöruðu nokkrum laufléttum Hver er líklegust? spurningum. 14.8.2024 12:43
Ungfrú Ísland í dag: „Saman geta konur sigrað heiminn“ Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í kvöld í Gamla Bíói og er tilhlökkunin hjá hópnum orðin mikil. Blaðamaður tók púlsinn á Manúelu Ósk Harðardóttur, framkvæmdastjóra keppninnar. 14.8.2024 07:00
Ofurskvísur heimsins í íslenskri skóhönnun Áhrifavaldar Danmerkur flykktust að þegar hönnuðurinn Katrín Alda frumsýndi nýja KALDA skólínu í Kaupmannahöfn á tískuvikunni og andrúmsloftið einkenndist af hátískustemningu. Blaðamaður var á svæðinu og ræddi við Katrínu Öldu. 13.8.2024 18:00
Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. 13.8.2024 16:31
Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. 13.8.2024 13:30
Sól meðal tískuhönnuða erlendis sem vert er að fylgjast með Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir vakti mikla athygli fyrir sýningu sína á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Forsvarsmenn hátíðarinnar völdu Sól sem ein af þeim hönnuðum sem áhugavert er að fylgjast með og hún sýndi hönnun sína í arkítektúr- og hönnunarmiðstöðinni Blox við höfnina. 13.8.2024 07:01
Kærustupar og tískusálufélagar gefa út einstaka fatalínu „Við höfum þekkst í um fimmtán ár og erum við fyrst og fremst bestu vinir. Við vinnum vel saman, virðum skoðanir hvors annars og á milli okkar ríkir mikið traust,“ segir parið Díana Breckmann og Bjarki Geirdal. Þau voru að fara af stað með fatamerki undir nafninu Harajuku Appparel. Blaðamaður ræddi við Díönu. 12.8.2024 14:00