„Gott að hafa í huga að það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi“ Glódís Perla Viggósdóttir er atvinnu fótboltakona sem hefur með sanni vakið athygli úti á velli. Hún hefur gaman af lífinu, býr yfir miklu keppnisskapi og elskar heimagert guacamole. Glódís Perla er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 4.6.2022 11:31
Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest. 4.6.2022 09:01
Nýtt lag frá Júníusi Meyvant: „Gúrúar syndandi í villtum kenningum“ Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber nafnið Guru. Lagið er af væntanlegri plötu og segja má að þetta sé það fyrsta nýja frá honum í 3 ár á heimsvísu, að undanskildum þeim tveimur íslensku lögum sem komu út aðeins á Íslandi á síðasta ári. 3.6.2022 15:31
Rauði þráðurinn er hundur að skíta Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna. 3.6.2022 12:30
Vona að þetta setji tóninn fyrir bjart og skemmtilegt sumar Tónlistarmaðurinn JóiPé var að senda frá sér lagið FACE, sem er fyrsti síngúll af væntanlegri plötu sem verður hans fyrsta sólóplata. Með Jóa á laginu er vinur hans Páll Orri Pálsson sem gengur undir listamannsnafninu PALLY en þetta er fyrsta útgáfa hans undir þessu nafni. Blaðamaður tók púlsinn á Jóa og fékk að heyra nánar frá laginu og lífinu. 3.6.2022 07:00
Tengir kveikjuna að sýningunni við gamlan málningarslopp sem afi hennar átti og notaði Listakonan og arkitektinn Steinunn Eik opnaði listasýninguna Jörð í versluninni Vest, Ármúla 17 fyrir nokkrum vikum síðan en sýningin stendur til 18. júní næstkomandi. Í kvöld klukkan 20:00 verður Steinunn Eik með listamannaspjall á sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá hennar listræna hugarheimi. 2.6.2022 12:30
„Það gerast alltaf einhverjir töfrar á milli okkar þegar við komum fram“ Hljómsveitin Kælan Mikla blæs til útgáfutónleika nú á laugardagskvöldið 4. júní á Gauknum, í tilefni af plötunni Undir köldum norðurljósum sem kom út í nóvember síðastliðnum. 2.6.2022 07:00
„Fortíð og framtíð eru eitt með núinu og við erum ekki viss um hvenær núið er“ Á morgun, fimmtudaginn annan júní, opnar Guðmundur Óli Pálmason, sem gengur undir listamannsnafninu Kuggur, myndlistarsýninguna Tímarof í Gallerí Göng, Háteigskirkju. Sýningin opnar klukkan 16:00 og stendur til 28. júní. 1.6.2022 20:01
Leikhúsupplifun í húsbíl þar sem áhorfendur fá að gægjast inn í einkalíf annarra Heimferð (Moetvi Caravan) er einstæð ör-leikhúsupplifun í húsbíl fyrir lítinn áhorfendahóp í senn, en aðeins átta áhorfendur komast inn á hverja sýningu fyrir sig. 1.6.2022 13:30
„Listsköpun er mjög eðlileg tilfinningaleg losun hjá mér, alveg eins og að kúka“ Listakonan Sitian Quan(全是钱/全思甜) opnaði á dögunum sýninguna Playground í Café Pysju í Hverafold. Sitian er fædd árið 1995 í Kína og útskrifaðist með Bakkalárgráðu 2017 í kínversku tilrauna-teiknimynda prógrammi. Blaðamaður hafði samband við hana og fékk að heyra nánar frá hennar innblæstri. 30.5.2022 20:02