Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað „Mig langaði að taka inn hinn tilfinningaskalann sem er þessi fögnuður, gleði, partý og fyrir alla,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um cornucopiu, væntanlega tónleikaseríu sína í Laugardalshöll. Blaðamaður settist niður með henni og fékk nánari innsýn í hennar stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim. 17.2.2023 06:00
„Það er enginn að fara að stoppa mig“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sigríðar Óskar Hrafnkelsdóttur, Siggu Ózkar, við lagið Gleyma þér og dansa. Er um að ræða framlag hennar til Söngvakeppninnar í ár, hér í órafmögnuðum búning. Blaðamaður tók púlsinn á Siggu Ósk. 15.2.2023 11:31
Segir dýpsta sannleikann koma fram í flæði „Ég var alltaf að fela mig fyrir aftan einhvern annan í tónlistinni,“ segir Ísleifur Eldur Illugason tónlistarmaður, sem notast við listamannsnafnið Izleifur. Hann var að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Á Heilanum, en hefur í gegnum tíðina unnið með ýmsum tónlistarmönnum. 14.2.2023 21:30
Tærnar duttu ekki af þrátt fyrir mikinn kulda Vivian Ólafsdóttir fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Napóleonsskjölin en hún var viðmælandi í síðasta þætti af Körrent. 13.2.2023 20:01
„Maður skilur tónlistina aldrei til fulls“ „Maður skilur tónlistina aldrei til fulls og verður þess vegna bara að fikra sig áfram við að búa hana til,“ segir tónlistarkonan Ólöf Arnalds. Hún stefnir á að halda uppskerutónleika næstkomandi fimmtudag á Húrra. 13.2.2023 18:00
Sjáðu stórkostlegt hálfleiksatriði Rihönnu á Ofurskálinni Tónlistarkonan Rihanna skildi áhorfendur eftir agndofa eftir stórbrotið atriði sitt í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Myndband af flutningi hennar má sjá í spilara hér fyrir neðan. 13.2.2023 10:59
Sam Smith ögrar norminu og er ekki hér til að eignast vini Sam Smith er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt I’m Not Here To Make Friends. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í fjórtánda sæti listans. 11.2.2023 17:00
Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11.2.2023 07:01
Fann sjálfa sig eftir að hún kom út Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum. 10.2.2023 08:01
Mikilvægt að geta verið GDRN inn á milli Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð vakti fyrst athygli í íslensku samfélagi árið 2017 þegar hún sendi frá sér sitt fyrsta lag, Ein. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan en hún hefur meðal annars farið með aðalhlutverk í Netflix seríunni Katla og gefið út nokkrar plötur ásamt því að eignast barn. Næstkomandi laugardag 11. febrúar verða hún og Magnús Jóhann með útgáfutónleika í Hörpu á plötunni Tíu íslensk sönglög sem þau sendu frá sér síðastliðið haust. Blaðamaður tók púlsinn á þessu öfluga tvíeyki og fékk að heyra nánar frá nýjum veruleika Guðrúnar. 9.2.2023 06:01