Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Full­kominn brúð­kaups­dagur í frönskum kastala

„Við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir drauma brúðkaupið,“ segir hin nýgifta Rós Kristjánsdóttir gullsmiður sem gekk að eiga sinn heittelskaða Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala á dögunum. Blaðamaður ræddi við hana um þennan ógleymanlega dag.

Enginn í jogging­buxum í París

„Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er,“ segir viðskiptafræðineminn Sara Kamban sem er búsett í frönsku höfuðborginni og nýtur þess í botn. Hún ræddi við blaðamann um Parísarlífið.

Kynntust í Kefla­vík og gista saman í villu í Kenýa

„Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir.

Heitir pabbar í hlaupaklúbbi

Það var mikil gleði um helgina í verslun 66°Norður á Hafnartorgi þegar fyrirtækið hélt hlaupaviðburð ásamt vörumerkinu R8iant sem er í eigu tónlistarmannsins Aron Can. Frægir feður, hlaup og nóg af söltum og steinefnum einkenndu þessa morgunstund. 

Kossaflens á klúbbnum

Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans.

Ó­raun­veru­legt að kaupa í­búð í mið­borg London

„Það besta er kannski þessi tilfinning að geta vaknað á morgnana og hugsað: Hvað ætla ég að gera skemmtilegt í dag?“ segir Diljá Helgadóttir lögmaður og framkvæmdastjóri á lögfræðisviði sem lifir draumalífi í stórborginni London þar sem hver dagur er ævintýri. Hún ræddi við blaðamann um lífið úti og nýafstaðna brúðkaupsveislu en hún giftist eiginmanni sínum í annað sinn í ungverskri höll í sumar.

Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba

„Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins.

Ís­lenskar stjörnur heiðra Bítlana

Landslið tónlistarfólks kemur saman í Hörpu á sunnudag í tilefni af 65 ára afmæli Bítlana. Tímamótunum verður fagnað með stórtónleikum og stæl í Eldborg.

Sjá meira