Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. 9.12.2025 09:00
Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Jólastemningin náði nýjum hæðum í Ásmundarsal um helgina þegar Jólasýningin 2025, Brjálað að gera!, var opnuð við frábæra þátttöku gesta. Nafnið reyndist sannarlega lýsandi – frá fyrstu mínútu var líf og fjör í salnum og aðsóknin sló öll fyrri met. 8.12.2025 20:01
Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Einhverjir koma kannski af fjöllum þegar rætt er um hljóðdempandi listaverk en hönnuðurinn og listamaðurinn Markús Bjarnason hefur á undanförnum árum sérhæft sig í þeim. Hann var að opna sýningu með þessu listformi sem einkennist af miklu notagildi. 8.12.2025 16:03
Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Verðlaunahátíðin Golden Globe tilkynnti rétt í þessu hvaða leikarar, þættir, kvikmyndir og aðrir sem koma að bransanum hljóta tilnefningu og eiga möguleika á að taka gullstyttuna með sér heim næstkomandi janúar. 8.12.2025 14:07
Stjörnum prýtt afmæli Nínu Ungstirnin Maron Birnir og Elvar létu sig ekki vanta í afmæli Nínu um helgina. Sportbarinn vinsæli fagnaði árs afmæli og fjöldi íslenskra stjarna komu saman, tóku skot og fögnuðu fram á nótt. 8.12.2025 11:32
Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Jólagleðin hefur tekið yfir andrúmsloftið og samfélagsmiðlar eru farnir að fyllast af glæsileika, glamúr og almennu fjöri í anda jólanna. Stjörnur landsins gefa ekkert eftir á þessum árstíma og hleypa landsmönnum inn í hin ýmsu skemmtilegu augnablik, hvort sem það er frá ferðalögum, partýstandi, huggulegheitum, ástinni eða öðru. 8.12.2025 08:02
„Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ „Ég er sjálfsöruggari í dag og ég þekki mig betur,“ segir tískudrottningin Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, betur þekkt sem Sissa. Hún er 51 árs gömul og líður best í tísku- og verslunargeiranum þar sem hún tekur vel á móti fólki í versluninni 38 þrepum og er alltaf með puttann á púlsinum á því sem er smart. 7.12.2025 07:03
Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Árlegu tískuverðlaunin voru haldin hátíðleg á mánudag í Lundúnum og skærustu stjörnur heimsins fjölmenntu þar í hátískuklæðum. Ekkert var gefið eftir í glæsileikanum en tímaritið Vogue gaf nýverið út lista yfir fimmtán best klæddu stjörnur hátíðarinnar. 3.12.2025 20:00
Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Gaman er að skoða hvaða tónlistarmenn Íslendingar hlustuðu mest á og sömuleiðis hvað heimsbyggðin hlustaði á. 3.12.2025 13:30
Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Það er sannkallaður kraftur í Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir og enga lognmollu að finna í líflegu leikári félagsins. Félagið fjöruga frumsýnir hér tónlistarmyndband við eldhressa rokkóperu sem verður sýnd í Samkomuhúsinu á nýju ári. 3.12.2025 10:01