Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnufans í sumarselskap

Það var líf og fjör í sumarselskap veitingastaðarins Brút á dögunum. Margt var um manninn og hinar ýmsu stjörnur landsins kvöddu veturinn með stæl og buðu sumarið velkomið.

Inn­sýn í framtíðarheim tískunnar á Ís­landi

Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. 

Opnaði sumarið með sól­ríkum stæl

Margt var um manninn á sólríkri opnun einkasýningar Sigurðar Árna „Litarek“ í Ásmundarsal laugardaginn 3. maí. Á meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, listamanna, safnara og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar sem nutu sín innan um litrík og leikandi verk Sigurðar.

Ó­hræddir við raun­veru­legar til­finningar

„Þetta er um smá rugl og smá von en fyrst og fremst um góðar víbrur og raunverulegar tilfinningar,“ segja tónlistarmennirnir Darri og Arnar Gauti, jafnan þekktir sem Háski og Curly. Þeir voru að gefa út tónlistarmyndband við lagið Baby hvað viltu?

Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber

Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber.

Eitt merki­legasta verk 21. aldarinnar á Ís­landi

Svissnesk-bandaríski myndlistarmaðurinn Christian Marclay hefur komið víða að í listheiminum og þar á meðal unnið til verðlauna á virtu hátíðinni Feneyjartvíæringnum. Verk hans The Clock er af mörgum talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og er nú til sýnis á Listasafni Íslands.

Þau allra nettustu á Met Gala

Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta.

Af­hjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur

Stórstjarnan Rihanna lét sig ekki vanta á hátískuviðburð ársins í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Hún er þekkt fyrir að bera af á þessu kvöldi og toppaði sig í gær með að afhjúpa glæsilega óléttukúlu. 

Kaleo með tón­leika á Ís­landi í fyrsta sinn í ára­tug

Íslenska stórhljómsveitin Kaleo hefur spilað víða um heim síðastliðinn áratug og stefnir á að vera loksins aftur með tónleika í Vaglaskógi í sumar. Þeir eru að gefa út plötuna Mixed Emotions næstkomandi föstudag og ætla að fylgja henni eftir með stæl bæði erlendis og hérlendis. Er um að ræða fyrstu tónleika sveitarinnar á Íslandi síðan 2015.

Sjá meira