Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í. 16.12.2024 17:02
Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu. 16.12.2024 14:02
Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska er órjúfanlegur hluti af tilverunni þrátt fyrir að fólk velti sér mis mikið upp úr henni. Íslendingar sækja upp til hópa margir í svarta liti og geta jafnvel verið hræddir við að taka áhættu í klæðaburði en þó eru alltaf einhverjir sem þora og skera sig úr. Lífið á Vísi fór yfir þá Íslendinga sem bera af í klæðaburði og fara alltaf ótroðnar slóðir í fatavali. Þetta eru best klæddu Íslendingarnir árið 2024. 13.12.2024 07:03
Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið. 10.12.2024 15:00
Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. 9.12.2024 18:00
Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært. 9.12.2024 16:00
Mari sló met í eggheimtu „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. 9.12.2024 14:21
Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. 9.12.2024 14:03
Húrrandi stemning í opnun Húrra Tískuunnendur landsins gerðu sér glaðan dag síðastliðinn föstudag þegar verslunin Húrra opnaði dyrnar að splunkunýrri verslun í Kringlunni. Margt var um manninn og gestir skörtuðu sínum flottustu fötum. 9.12.2024 11:32
„Þetta drepur fólk á endanum“ „Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna. 7.12.2024 07:02