fréttamaður

Berghildur Erla Bernharðsdóttir

Berghildur er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lög­regla kölluð til vegna slags­mála

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna líkamsárásar þar sem tveir voru að slást. Báðir eru grunaðir um að hafa veitt hinum áverka.

Hvor hafði betur í kappræðunum?

Bæði Kamala Harris og Donald Trump eru hæst ánægð með frammistöðu sína í kappræðunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt. Flestir virðast telja að Harris hafi sigrað. Farið verður yfir stöðuna eftir kappræðurnar í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Halla og Guð­rún í nýjum hlut­verkum og að­hald í ríkis­rekstri

Ríkisstjórnin boðar aðhald til að ná tökum á verðbólgu og vöxtum í nýju fjárlagafrumvarpi. Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025. Þing verður sett í dag þar sem tvær konur, nýr forseti og biskup taka þátt í fyrsta skipti. 

Óvissustig og við­varanir enn í gildi

Óvissustig almannavarna er í gildi i fyrir Norðurland og á Ströndum. Þar eru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna hvassviðris og snjókomu til klukkan níu. Talsverð snjókoma og hálka er á fjallvegum, einkum austan til.

Snjó­koma á Norður­landi og boðuð mót­mæli á Austur­velli

Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. 

„Hjálpið okkur að hjálpa ykkur“

Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og einn skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Ljósanætur segir aukið viðbragð verða á hátíðinni vegna ákalls um aðgerðir til að sporna við ofbeldi meðal ungmenna.

Aukinn við­búnaður á Ljósanótt og Októ­ber­fest

Skipuleggjendur Ljósanætur og Októberfest SHÍ ætla að auka viðbúnað í kringum hátíðirnar vegna alvarlegra atvika undanfarið í samfélaginu. Þá hefur verið ákveðið að nota málmleitartæki á öllum framhaldsskólaböllum á höfðuborgarsvæðinu. Forseti Stúdentaráðs segir mikilvægt að fólk upplifi sig öruggt.

Málm­­leitar­­tæki á öllum fram­halds­skóla­böllum

Málmleitartæki verða notuð í öryggisgæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forsvarsmanns Go öryggi. Fyrirtækið hafi séð um öryggi á slíkum böllum um árabil og leitast sé við að nemendum líða vel. Tónlistarhátíð í Árbæ hefur verið frestað vegna álags hjá lögreglu.

Sjá meira