Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var kló­festur

Högni Kjartan Þorkelsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Medellín í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot gegn 16 ára stúlku, var í félagi við aðra ólögráða stúlku þegar hann var handtekinn þann 23. desember síðastliðinn.

Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni

„Þó svo að þetta sé „absúrd“ leikhús, og við förum svolítið langt með karakterana og aðstæðurnar, þá held ég að áhorfendur muni geta speglað sig í þessum persónum eða séð fólk sem það þekkir í þeim. En fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér. Það er mikill kraftur fólginn í því að fá fólk til að hlæja, og sérstaklega að sjálfu sér,“ segir Þór Túliníus leikari og rithöfundur.

„Á Ís­landi eru konur hvattar til að dreyma og vera í for­ystu“

Fyrir örfáum árum var líf Noorinu Khalikyar mótað af námi, framtíðardraumum og þeirri trú að hún hefði rödd og val. Hún lagði stund á læknisfræði í Afganistan og starfaði við fræðslu um kvenheilsu og getnaðarvarnir, á tímabili þar sem konur höfðu, að einhverju marki, svigrúm til að mennta sig og láta sig dreyma. Sú veröld hvarf skyndilega þegar stjórnin féll og talibanar tóku völdin.

Þegar mið­borgin stóð í ljósum logum

Þann 18. apríl 2007 varð einn alvarlegasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur þegar stórbruni braust út í húsnæði við Austurstræti, í hjarta miðborgarinnar. Eldurinn breiddist hratt út og olli gríðarlegum skemmdum á hluta elstu byggðar borgarinnar, á svæði sem gegnt hafði mikilvægu hlutverki í borgarlífi Reykjavíkur um áratugaskeið. 

Sjá Jón Kára sem barn með ó­endan­lega mögu­leika

Þegar miðjusonur Gríms Gíslasonar greindist einungis ársgamall með alvarlegan sjúkdóm breyttist líf fjölskyldunnar til frambúðar. Óvissa, kvíði og endalausar spurningar tóku við samhliða spítaladvöl og stöðugri leit að svörum sem hafa enn ekki öll fundist. Bjartsýni lækna og jákvæðni hefur haldið þeim gangandi.

Stóru spurningunni um dular­fullt slys enn ó­svarað

„Það var alveg brjálaður áhugi á þessu máli. Ég held að þetta sé með svona stærri málum sem hafa komið upp á síðustu árum, af því að það er svo marglaga og svo margir angar á þessu,“ segir Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður sem á sínum tíma fjallaði ítarlega um Skáksambandsmálið svokallaða.

Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sárs­auka

„Þetta er sjúkdómur sem tekur líf manns í gíslingu, hægt, markvisst og oft í algjörri þögn,“ segir Herdís Ýr Ásgeirsdóttir sem árið 2020 var kippt fyrirvaralaust út úr lífinu. Alvarlegir og óútskýrðir verkir í andliti þróuðust hratt í langvinn veikindi án skýrrar greiningar. Það var ekki fyrr en tveimur árum síðar að hún var greind með svokallaðan þrenndartaugaverk (trigeminal neuralgia) en sjúkdómurinn hefur stundum verið kallaður „sjálfsvígssjúkdómurinn“ vegna þess óbærilega sársauka sem honum fylgir.

Eld­gosið sem lýsti upp nætur­himinninn og lamaði Evrópu

Óhætt er að fullyrða að enginn einn atburður í sögunni hafi gert garð Íslands eins og frægan og eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Öskugosið í toppgígnum ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman. En gosið var jafnframt mikið sjónarspil, eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar voru af Vilhelm Gunnarssyni, ljósmyndara Vísis, nokkrum dögum eftir að sprengigos hófst undir jökli í Eyjafjallajökli sjálfum.

Sjá meira