Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Eini ras­isminn sem ég hef upp­lifað á Ís­landi er frá lög­reglunni“

Innflytjendur sem haft hafa afskipti af löggæslukerfinu upplifa vantraust og mismunun af hálfu lögreglu og telja sig fyrir stimplun sem afbrotamenn án þess að hafa sýnt af sér frávikshegðun. Þessi stimplun virðist ekki byggjast á raunverulegri hegðun heldur tengjast ákveðnum félagslegum einkennum, það er að segja á kynþætti, uppruna, búsetu, félagslegri stöðu eða fyrri tengslum við lögreglu.

„Það verður erfitt að trúa því að lífið muni ein­hvern tímann leiða eitt­hvað gott af sér”

Berglind Arnardóttir upplifði mesta harm allra foreldra þegar sonur hennar Jökull Frosti Sæberg lést af slysförum árið 2021, einungis fjögurra ára gamall.Í kjölfarið hófst langt og erfitt sorgarferli sem leiddi meðal annars til þess að Berglind byrjaði að taka þátt í starfi Sorgarmiðstöðvar og fann þannig leið til að vinna úr eigin sorg, vaxa og hjálpa öðrum. Málefni syrgjenda eru Berglindi afar kær og telur hún mikilvægt að efla samfélagsumræðu um mikilvægi sorgarúrvinnslu.

Einar á Söndru Bullock mikið að þakka

Saga Einars Haraldssonar er eins og spennandi kvikmynd með óvæntu „tvisti.“ Hann fór í lögregluskólann 19 ára, starfaði í rannsóknarlögreglunni á Íslandi, gerðist seinna meir lífvörður Söndru Bullock og er í dag starfandi sem kvikmyndaleikari. Þó hann hafi byrjað seint að elta leikaradrauminn, kominn á eftirlaunaaldur, þá hefur hann engan tíma til að hætta í dag.

Af­drif Hörpunnar enn á huldu

Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu.

Eins og að vera fangi í eigin líkama

„Það var áfall að átta sig á að þetta væri ekki eitthvað sem ég gæti bara barist í gegnum eða hrist af mér eins og ég hafði alltaf gert áður. Þetta kollvarpaði öllu sem ég þekkti í lífinu,“ segir Bjarndís Sara Breiðfjörð sem fyrir sjö mánuðum greindist með FND (Functional neurological disorder), sjúkdóm sem er bæði lítið þekktur og oft misskilinn – bæði af almenningi og heilbrigðisstarfsfólki. Einkenni FND eru fjölbreytt og yfirþyrmandi og koma fram sem skjálfti, skyntruflanir, krampar, flogaköst- og lömunarverkir, sem Bjarndís lýsir sem óbærilegum.

Hæsti­réttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs

Sverrir Þór Gunnarsson, sem var handtekinn í Brasilíu árið 2023 grunaður um þátttöku í alþjóðlegu fíkniefna- og peningaþvættisneti, verður áfram í gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur Brasilíu (STF) hafnaði í byrjun apríl beiðni um lausn úr haldi og vísaði til alvarleika brotanna og sterkra vísbendinga um að Sverrir hafi gegnt lykilhlutverki í skipulagðri glæpastarfsemi.

„Þau á­kváðu ein­fald­lega að hann væri minna fatlaður í Garða­bæ“

„Ég er ekki að segja þessa sögu til að kvarta, heldur af því að þetta er sannleikur sem margir þora ekki að segja upphátt,“ segir Greta Ósk Óskarsdóttir, móðir 19 ára pilts með fötlun, sem hefur nú stigið fram opinberlega til að segja frá því sem hún lýsir sem kerfisbundnu viðnámi gegn lögbundinni þjónustu fyrir son sinn í Garðabæ.

„Ég varð stjörf af hræðslu“

„Ég hélt lengi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti bara að „komast yfir“ en sannleikurinn er sá að þetta hefur haft miklu dýpri áhrif á mig en fólk sér. Ég hef burðast með óöryggi, kvíða og sár sem ekki sjást,“ segir Klaudia Pétursdóttir. Tíu ára gömul flutti Klaudia frá Póllandi til Íslands til að búa hjá föður sínum. Þar varð hún fyrir ítrekuðu ofbeldi sem hafði djúp áhrif á líf hennar. Í dag stígur hún fram og segir sína sögu – í von um að styðja aðra og vekja athygli á mikilvægi úrræða fyrir þolendur.

Sjá meira