Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás inni í Kringlunni í Reykjavík í desember 2021. 6.3.2025 11:40
Breytileg átt og einhver él á sveimi Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórna veðrinu á landinu þessa dagana. Gera má ráð fyrir að áttin verði breytileg í dag, yfirleitt fremur hægur vindur og einhver él á sveimi, en það létti til suðaustanlands. 6.3.2025 07:13
Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna. 5.3.2025 13:52
Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi „Magnast spennan? - orkuöryggi í breyttu umhverfi“ er yfirskrift vorfundar Landsnets sem fram fer í Hörpu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og stendur til 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan. 5.3.2025 13:31
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal síðastliðinn föstudag hét Pálmi Kristjánsson. 5.3.2025 12:26
Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Ingjaldur Örn Pétursson hefur tekið við stöðu yfirverkefnastjóra hjá Colas. 5.3.2025 10:07
IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós IKEA hefur innkallað útiljósaseríur og útiljós úr ákveðnum vörulínum þar sem rafmagnstengill stenst ekki öryggiskröfur. Vörurnar eru sagðar geta leitt til rafstuðs. 5.3.2025 09:58
Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu styðja allar þær hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar sem miði að því að minnka ríkisrekstur hér á landi og draga úr ríkisbákninu. Þó spyr hún hvort að tillögurnar feli í sér raunverulega hagræðingu eða tilfærslu á útgjöldum. 5.3.2025 08:56
Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Halldóra Fanney Jónsdóttir, Auður Erla Guðmundsdóttir og Sunna Ösp Þórsdóttir hafa verið ráðnar sem sérfræðingar inn á nýstofnaða markaðsdeild Samkaupa. 5.3.2025 08:14
Rólegt veður næstu daga Nokkrar lægðar eru nú á sveimi í kringum Ísland en þrátt fyrir það verður veðrið frekar rólegt næstu daga. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi í dag og stöku éljum á víð og dreif, en sólin mun einnig á sig kræla í flestum landshlutum. 5.3.2025 07:11