Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt. 1.1.2025 08:25
Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Á þessum fyrsta degi ársins er útlit fyrir rólegt veður víðast hvar. Reikna má með hægum vindi og léttskýjuðu veðri, en norðvestan strekkingi og dálitlum éljum fyrir austan. 1.1.2025 08:06
Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. 1.1.2025 08:00
Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Fyrsta barn ársins 2025 á Íslandi, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 1:46 í nótt. 1.1.2025 07:42
Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það. 1.1.2025 07:25
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1.1.2025 07:14
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 sem senn er á enda. 30.12.2024 09:02
Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Vegurinn um Holtavörðuheiði var opnaður á ný fyrir hádegi eftir að hafa verið lokaður síðan í gær. 27.12.2024 12:47
Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, er látinn, 92 ára að aldri. Singh var í hópi þeirra sem hafa gegnt forsætisráðherraembættinu hvað lengst í landinu, en hann stýrði landinu á árunum 2004 til 2014 en áður hafði hann gegnt embætti fjármálaráðherra landsins. 27.12.2024 10:11
Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol. 27.12.2024 08:46