Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Kólumbíski framherjinn Jhon Duran hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa. 7.10.2024 11:31
Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. 7.10.2024 10:30
Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. 7.10.2024 09:28
Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis náði framúrskarandi árangri á Golf Masters mótinu í Makaó undir lok síðasta mánaðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur sæti á mótinu og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna. 5.10.2024 08:00
Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. 3.10.2024 10:06
Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3.10.2024 09:29
Ljónagryfjan kvödd: „Hérna var sagan skrifuð“ Komið er að tímamótum í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljónagryfjan sem hefur reynst gjöful í gegnum árin var formlega kvödd í gær og við tekur nýr kafli í nýju íþróttahúsi í Stapaskóla. Teitur Örlygsson, einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands, hefur alist upp í Ljónagryfjunni. Upplifað þar stundir sem hann heldur nærri hjarta sínu. 2.10.2024 09:31
Daníel og Irma taka spennandi stökk: „Maður vill ekki lifa í eftirsjá eftir ferilinn“ Tvö af okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Stökkvararnir Daníel Ingi Egilsson og Irma Gunnarsdóttir. Hefja fljótlega þjálfun hjá hinum reynslumikla og sigursælaYannick Tregaro og taka skrefið í atvinnumennskuna. Daníel hvetur fólk til að elta drauma sína líkt og hann geri núna og aldrei gefast upp. 1.10.2024 09:31
Leikmenn láta í sér heyra: „Við erum í hættu“ Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli. 30.9.2024 16:46
Dikembe Mutombo látinn NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 30.9.2024 15:14