Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Margfaldi Íslands- og bikarmeistarinn í körfubolta, Sigurður Ingimundarson, segist enn vera sami þjálfarinn og rúmlega það frá því að hann var síðast í starfi árið 2016. Honum rann blóðið til skyldunnar þegar að kallið kom frá félaginu hans, Keflavík á dögunum. 13.2.2025 09:00
Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá Sky Sports segir að fari svo að Liverpool vinni útisigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld muni það svo gott sem slökkva í titilvonum Arsenal. 12.2.2025 13:01
Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ „Við erum Grindvíkingar og eigum að spila heima,“ segir formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sem hefur tekið fyrsta skrefið í átt að heimkomu í ár. Félagið hefur skráð Stakkavíkurvöll í Grindavík sem heimavöll sinn fyrir komandi tímabil. 12.2.2025 09:32
Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Uppselt er á úrslitaleik Evrópumóts landsliða karla í handbolta á næsta ári. Úrslitaleikurinn fer fram í Herning í Danmörku. 11.2.2025 10:32
Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. 11.2.2025 09:30
Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, segir ekkert fast í hendi varðandi sögusagnir um félagsskipti hans til spænska stórliðsins Barcelona. Hann lætur umboðsmann sinn um þessi mál. 11.2.2025 08:03
Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Félagarnir í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport héldu áfram að spá í spilin varðandi leikmannaskipti Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers á Luka Doncic og Anthony Davis auk fleiri aukaleikara. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 í kvöld. 10.2.2025 17:00
Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Alessandro Nesta hefur verið ráðinn þjálfari ítalska úrvalsdeildarfélagsins Monza. Það sem gerir ráðninguna áhugaverða er sú staðreynd að fyrir sjö vikum síðan var hann rekinn úr þessari stöðu. 10.2.2025 14:01
Þrjú hlaup, þrír sigrar og þrjú Íslandsmet: „Get ekki kvartað yfir neinu“ Baldvin Þór Magnússon hljóp á nýju Íslandsmeti þegar að hann tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í 3000 metra hlaupi innanhúss í Finnlandi í gær. Hlaupið tryggir Baldvini sæti á EM eftir innan við mánuð en þetta er þriðja Íslandsmet hans í fyrstu þremur keppnum ársins sem hann hefur í þokkabót unnið. Hann stefnir á medalíu á EM. 10.2.2025 11:45
Íslenskir öldungar röðuðu inn heims- og Íslandsmetum Það má með sanni segja að íslenskt kraftlyftingafólk hafi verið áberandi á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum um nýliðna helgi. Dagmar Agnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sló heimsmet sex sinnum á mótinu. 10.2.2025 09:31