Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“ „Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins. 25.10.2024 10:00
„Prófraun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem íslenska liðið getur lært hvað mest af. Ísland heimsækir ríkjandi Ólympíumeistara Bandaríkjanna í kvöld. 24.10.2024 19:31
Mæta besta liði í heimi: „Verður spennandi að takast á við það“ Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í æfingaleik í Austin, Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Um fyrri leik liðanna í tveggja leikja æfingaleikja hrinu er að ræða og andstæðingur Íslands gæti vart orðið sterkari. 24.10.2024 15:45
„Vel liðið eftir minni eigin sannfæringu og fylgi því“ Íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur bráðum saman og hefur keppni í undankeppni Evrópumótsins 2026. Augu liðsins eru þó einnig á undirbúningi fyrir næsta stórmót. Sjálft heimsmeistaramótið í janúar Þeir fáu dagar sem liðið fær saman á næstu mánuðum eru mikilvægir og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari hug sinn vafalaust á öðrum stað en hugur leikmanna á þessum tímapunkti. Snorri gerir eina stóra breytingu á hópi Íslands. Sveinn Jóhannsson fær tækifærið í línumannsstöðunni. Reynsluboltinn Arnar Freyr Arnarsson þarf að sitja eftir heima. 24.10.2024 13:13
Fanney verður ekki með gegn Ólympíumeisturunum Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. 24.10.2024 10:21
HM í bakgarðshlaupi: Íslenska landsliðið með risa bætingu Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi. 23.10.2024 13:31
Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. 23.10.2024 10:02
Sjáðu boxið þar sem Arnar tekur út bann í úrslitaleiknum: „Þetta er erfitt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, mun ekki geta hvatt sína menn áfram frá hliðarlínunni í úrslitaleik Bestu deildarinnar gegn Breiðabliki um komandi helgi. Þess í stað verður hann í boxi í stúku Víkingsvallar og tekur út leikbann. Við ræddum við Arnar og litum við í boxinu fræga. 23.10.2024 09:01
Þakklátir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Útskýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“ Karlalið FH í handbolta tekur á móti sænsku meisturunum í Savehof í 3.umferð Evrópudeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brotthvarf stórstjörnunnar Arons Pálmarssonar. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með ákvörðun hans og samgleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð. 22.10.2024 12:32
HM í bakgarðshlaupum: Mari hleypur með rifinn liðþófa | „Veit ekki hvað bíður mín“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í dag og Ísland sendir vaska sveit til leiks. Þeirra á meðal er stuðpinninn Mari Järsk sem lætur rifu í liðþófa ekki standa í vegi fyrir þátttöku sinni á mótinu. 19.10.2024 08:02