Óskar verði sjálfur að svara fyrir ákvörðun sína Christoffer Falkeid, formaður FK Haugesund, vildi lítið tjá sig sig um óvænt brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr þjálfarastöðu félagsins. Óskar Hrafn verði að svara fyrir ákvörðun sína sjálfur. Félagið þurfi nú að vinna úr þessari stöðu. 10.5.2024 09:11
Brotthvarf Óskars „eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Sérfræðingur um norska boltann segir brotthvarf Óskars Hrafns Þorvaldssonar úr starfi þjálfara norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund koma „eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ 10.5.2024 08:24
Óskar Hrafn hættur hjá Haugesund Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu nú í morgunsárið. 10.5.2024 07:49
Mjölnisfólk fylgist með bakgarðshlaupurum: „Ótrúlegir íþróttamenn“ Bakgarðshlaupið fer fram í Öskjuhlíðinni þessa dagana og nú eru aðeins tveir hlauparar enn hlaupandi. Þær Mari Jaersk og Elísa Kristinsdóttir. Bækistöðvar hlaupsins, rás- og endamarkið sem og aðstaða fyrir hlauparana, er hjá Mjölni og þar hafa Haraldur Dean Nelson og hans fólk dáðst að hlaupurunum. 6.5.2024 16:42
Þorleifur horfði á Íslandsmet sitt falla: „Kom á óvart“ Íslandsmetið í Bakgarðshlaupum var slegið í dag og hefur verið margbætt eftir því sem líður á daginn nú þegar að tveir hlauparar standa eftir. Mari Jaersk og Elísa Kristinsdóttir. Þorleifur Þorleifsson, sem var handhafi Íslandsmetsins fyrir daginn í dag, gleðst með kollegum sínum en segir það jafnframt koma sér á óvart óvænt að metið hafi verið slegið í dag. 6.5.2024 15:07
Fimm ára bið á enda hjá Norris Fimm ára bið breska ökuþórsins Lando Norris eftir sigri í Formúlu 1 mótaröðinni lauk í gær er hann bar sigur úr býtum í Miami kappakstrinum. Sterkt svar frá Norris sem hafði fengið á baukinn frá gagnrýnendum. 6.5.2024 10:00
Lopetegui tekur við West Ham Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. 6.5.2024 08:50
Andrea á batavegi: „Gott fyrir alla að sjá hana brosandi“ Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður kvennaliðs FH í fótbolta sem hneig niður í leik liðsins gegn Breiðabliki í gær, er á batavegi. Hún undirgekkst rannsóknir í gær og í nótt og heilsaði svo upp á liðsfélaga sína í morgun. 4.5.2024 12:22
„Ég sakna hennar á hverjum degi“ Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Bergischer, segir tímann sem liðið hefur frá andláti eldri systur hans, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur, hafa verið mjög erfiðan. Hann hugsar á hverjum degi til systur sinnar. Tekur á móti krefjandi dögum en einnig gleðidögum. Á þeim dögum standi það sterkt hversu góða manneskju Tinna Björg hafði að geyma. 4.5.2024 08:01
Sveindís mætt aftur í leikmannahóp Wolfsburg eftir meiðsli Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Sveindís Jane Jónsdóttir, er mætt aftur í leikmannahóp Wolfsburg eftir að hafa glímt við axlarmeiðsli sem hún varð fyrir í landsleik gegn Þýskalandi í síðasta mánuði. 3.5.2024 15:58