McGregor sendir frá sér yfirlýsingu Írski bardagakappinn Conor McGregor sendi í gær frá sér yfirlýsingu varðandi óvænta atburðarás sem varð til þess að blaðamannafundi hans og Michael Chandler í Dublin fyrir UFC 303 bardagakvöldið var aflýst. Yfirlýsing McGregor svarar engum spurningum, er fremur loðin og eftir sitja margar spurningar. 4.6.2024 11:31
Vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar: „Ég hef ekki heyrt múkk“ Atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson hefur ekkert heyrt frá núverandi landsliðsþjálfara Íslands síðan að sá tók við þjálfun liðsins. Hann vonar að landsliðsdyrnar séu enn opnar. 4.6.2024 10:31
KA áfrýjar dómi í máli Arnars gegn félaginu til Landsréttar KA ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands í máli Arnars Grétarssonar gegn félaginu til Landsréttar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu KA í dag. 3.6.2024 14:30
Fækkar um einn í íslenska landsliðinu Willum Þór Willumsson er meiddur og mun því ekki leika með íslenska landsliðinu í komandi vináttuleikjum liðsins gegn Englandi og Hollandi á næstunni. 3.6.2024 14:03
Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3.6.2024 12:31
Loðin yfirlýsing UFC á elleftu stundu vekur furðu Yfirlýsing UFC-sambandsins, þess efnis að ekkert verði af áætluðum blaðamannafundi bardagakappanna Conor McGregor og Michael Chandler í Dublin seinna í dag, hefur vakið furðu og áætla margir að bardagi kappanna, sem fara á fram í Las Vegas seinna í mánuðinum, sé nú í uppnámi. 3.6.2024 11:49
Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. 1.6.2024 08:45
„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“ Kolbeinn Kristinsson, þungavigtarkappi og atvinnumaður okkar í hnefaleikum, á fyrir höndum mikilvægan bardaga á sínum taplausa atvinnumannaferli til þessa annað kvöld. Eftir fádæma óheppni og niðurfellda bardaga vegna meiðsla er Kolbeinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma atvinnumannaferli hans á næsta stig. 31.5.2024 16:32
Þvertekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari Sancheev Manoharan, fyrrverandi aðstoðarþjálfari Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund og núverandi aðalþjálfari liðsins, þvertekur fyrir fullyrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum. 31.5.2024 10:52
Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur Aron Pálmarsson varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með FH. Takmark sem hann stefndi að með uppeldisfélaginu allt frá heimkomu fyrir tímabilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja umræðuna um möguleg endalok á hans ferli. 31.5.2024 10:00