Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. 1.8.2024 11:31
Manchester City gengst við brotum Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City gegnst við því að hafa ítrekað brotið reglu L.33 í regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Reglan snýr að upphafstíma leikja sem og áframhaldi þeirra eftir hálfleikshlé. Félagið mun greiða sekt sem nemur rúmum tveimur milljónum punda. 31.7.2024 18:00
Staða Toney í uppnámi Staða enska framherjans Ivan Toney, sóknarmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur gjörbreyst eftir að maðurinn sem félagið hafði hugsað sér sem arftaka hans meiddist á hné og verður lengi frá. 31.7.2024 15:31
Átta þúsund Skotar reyna að brjóta Valsmenn niður Valur á leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun þar sem að liðið mætir skoska úrvalsdeildarfélaginu St. Mirren í seinni leik liðanna í annarri umferð. Uppselt er á leikinn. 31.7.2024 14:46
Risarnir mætast í kvöld: „Svona leikir skipta alveg gríðarlega miklu máli“ Valur tekur á móti Breiðabliki í uppgjöri toppliða Bestu deildar kvenna á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins og lítið eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, lýst vel á viðureign liðanna í kvöld. Þetta séu leikirnir sem geri allt erfiðið þess virði. 31.7.2024 13:00
Eins og staðan er í dag útilokar Klopp að snúa aftur í þjálfun Jurgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, segir að eins og staðan sé í dag útiloki hann að snúa aftur í þjálfun. Afstaða sem gæti breyst innan nokkurra mánaða en Þjóðverjinn segist of ungur til þess að taka sér ekkert fyrir hendur. 31.7.2024 11:30
Ólafur skrifar undir nýjan samning: „Með verkefni sem við þurfum að klára“ Fyrirliði karlaliðs Grindavíkur í Bónus deildinni í körfubolta, Ólafur Ólafsson, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Grindavík laut í lægra haldi gegn Val í úrslitaeinvígi deildarinnar á síðasta tímabili. Ólafur segir Grindavík vera með verkefni í höndunum sem þurfi að klára. 26.7.2024 15:01
„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ 26.7.2024 10:30
Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“ Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda. 25.7.2024 17:46
Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25.7.2024 15:56