Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag. 25.7.2024 15:56
Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. 25.7.2024 14:00
Evrópuveisla á Stöð 2 Sport í kvöld Óhætt er að segja að framundan sé spennandi Evrópukvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. 25.7.2024 09:42
„Þegar mamma er glöð, þá eru allir glaðir“ Það eru margir sem ráku upp stór augu þegar að Afturelding greindi frá því að markvörðurinn Jökull Andrésson kæmi á láni til félagsins frá enska liðinu Reading. Þar með tekur hann slaginn með liðinu í Lengjudeildinni út tímabilið. Það eru margir á því að Jökull gæti spilað á hærra getustigi. Hann elskar hins vegar pressuna sem fylgir því að vera kominn aftur í uppeldisfélagið í Mosfellsbæ. 24.7.2024 09:01
Reynslumikill maður ráðinn í brúna hjá Formúlu 1 liði Audi Ítalinn Mattia Binotto, fyrrverandi liðsstjóri Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi sem tekur sæti í mótaröðinni frá og með tímabilinu 2026. 23.7.2024 16:31
Óvænt tíðindi að austan: „Mikil vonbrigði“ Óvænt tíðindi bárust frá Egilsstöðum í dag en Jóhann Árni Ólafsson, sem nýverið tók við sem einn af tveimur þjálfurum karlaliðs Hattar í Bónus deildinni í körfubolta, hefur óskað eftir lausn á samningi sínum af persónulegum ástæðum. 23.7.2024 15:31
Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. 23.7.2024 11:30
Grunlaus Ægir Jarl biðst afsökunar Óhætt er að segja að dvöl knattspyrnumannsins Ægis Jarls Jónassonar, hjá nýja félagi hans AB, fari brösuglega af stað. Saklaus vera hans sem áhorfandi á leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í gær, þar sem að hann var að styðja við bakið á vinum sínum, féll í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum AB. 23.7.2024 09:30
Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. 23.7.2024 09:01