Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31.8.2023 20:30
Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31.8.2023 14:19
Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. 31.8.2023 12:54
Hamilton hjá Mercedes út árið 2025 Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur skrifað undir nýjan samning við Mercedes út tímabilið 2025. 31.8.2023 12:18
Sveinn Aron orðaður við lið í Þýskalandi Greint er frá því í þýska miðlinum Bild í dag að þýska B-deildar liðsins Hansa Rostock sé með augun á Sveini Aroni Guðjohnsen, framherja Elfsborg sem situr um þessar mundir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. 31.8.2023 11:00
Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31.8.2023 10:31
„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. 30.8.2023 23:31
Kjóstu leikmann mánaðarins í Bestu deild karla Þrír leikmenn frá Stjörnunni, tveir frá Víkingi Reykjavík, einn frá FH, einn Framari og einn leikmaður Breiðabliks eru tilnefndir í kjörinu á besta leikmanni ágústmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta. Tilkynnt var um tilnefningarnar í Stúkunni á Stöð 2 Sport á dögunum. 30.8.2023 14:00
Segir Orra minna sig á eina af skærustu stjörnum Dana á sínum tíma Orri Óskarsson, framherji danska úrvalsdeildarfélagsins FC Kaupmannahöfn, er nýliði í landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem á fyrir höndum leiki gegn Lúxemborg og Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM 2024. Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hefur miklar mætur á framherjanum unga. 30.8.2023 12:30
Åge ánægður með nýjustu tíðindi af Gylfa: „Mun fylgjast vel með honum“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM 2024. Þar var hann meðal annars spurður út í Gylfa Þór Sigurðsson. 30.8.2023 11:28