Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Starfsmaður leikskóla hefur verið sýknaður af ákæru fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot gegn barni á leikskólanum. Barnið hlaut sýnilega áverka á öxl eftir að starfsmaðurinn þreif í það en ekki var talið sannað að starfsmaðurinn hefði haft ásetning til að meiða barnið. 20.6.2025 14:27
Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Gæsluvarðhald yfir franskri konu á sextugsaldri, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á Edition-hótelinu í Reykjavík, hefur verið framlengt um tvær vikur á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 20.6.2025 13:42
Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fimm einstaklinga í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að fíkniefnaframleiðslu. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu víða um land, meðal annars á Raufarhöfn, á miðvikudag. 20.6.2025 13:18
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. 20.6.2025 11:20
Hyggjast ekki greina frá nöfnum hinna látnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ekki greina frá nöfnum Bandaríkjamanns og Tékka, sem létust í eldsvoða að Hjarðarhaga í Reykjavík. 19.6.2025 16:27
Gátu loks yfirheyrt konuna Franska konan sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hóteli síðustu helgi var loks yfirheyrð í gær. 19.6.2025 15:03
Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Allir þrír staðirnir hérlendis sem skartað hafa hinni eftirsóttu Michelin-stjörnu halda stjörnunni milli ára. Tvær breytingar eru þó frá síðastu Michelin-vegahandbók en Óx hlaut græna stjörnu ásamt þeirri hefðbundnu og Hosiló bætist á lista yfir veitingastaði sem dekkjaframleiðandinn mælir með. 19.6.2025 13:54
Vill banna nikótínvörur með bragði og gera umbúðirnar ljótar Heilbrigðisráðherra hefur birt áform um lagasetningu sem miðar að því að setja eina heildstæða löggjöf fyrir bæði tóbaks- og nikótínvörur. Meðal þess sem felst í áformunum er að banna sölu nikótínvörur með bragðefnum „sem höfða til barna“. 19.6.2025 12:00
Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Konu sem ætlaði, eins og svo margir, að gera sér glaðan dag í miðborginni á þjóðhátíðardaginn í gær var verulega brugðið yfir viðskiptaháttum veitingamanns þar. Hún var ásamt vinkonu sinni rukkuð um 1.500 krónur fyrir það eitt að setjast til borðs. Veitingamaðurinn stendur keikur og segir gjaldið ekkert nema eðlilegt. 18.6.2025 16:00
Steinþór sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. 18.6.2025 14:04