Taka ekki þátt í orðræðu og átökum Eflingar SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka ekki þátt í „þeirri neikvæðu orðræðu og átökum sem hafa einkennt málflutning Eflingar undanfarin ár í garð veitingareksturs á Íslandi.“ Samtökin hafi ítrekað reynt að semja við Eflingu en hafi nú samið við stéttarfélagið Virðingu til fjögurra ára. 5.12.2024 16:10
Veitir leyfi til veiða á langreyði og hrefnu Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. auk leyfis til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14 sem er í eigu Tjaldtanga ehf.. Leyfin eru veitt til fimm ára. 5.12.2024 15:29
Fjögur ár fyrir að reyna að myrða lækninn Daníel Örn Unnarsson, þrítugur, hefur verið dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítekað í Lundi í Kópavogi í sumar. 5.12.2024 14:45
Kjálkabraut mann með einu höggi Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar fyrir líkamsárás. Hann játaði að hafa veitt brotaþola eitt hökk í andlitið með þeim afleiðingum að hann kjálkabrotnaði, ein tönn datt úr honum og önnur losnaði. 5.12.2024 14:05
Drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig Allir drónaflugmenn þurfa nú að skrá sig á þar til gerðri vefsíðu og flugmenn dróna sem vega meira en 250 grömm þurfa að taka próf og fá hæfnivottorð. 5.12.2024 12:00
Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2024 eða sem nemur 3,1 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2023 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. 5.12.2024 10:08
Segir að vel væri hægt að lækka vexti Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá. 5.12.2024 09:49
Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. 4.12.2024 14:32
Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Ekkert fékkst upp í rúmlega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Útgáfufélags Viljans ehf., sem hélt úti Viljanum, fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar. 4.12.2024 13:30
„Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana. 4.12.2024 12:04