Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. 24.6.2025 12:09
Sextán ár fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot. 23.6.2025 16:31
Leita fulltingis forseta til að fá upplýsingar um veiðigjöld Þingmenn stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum við upphaf þingfundar í dag, til þess að freista þess að fá forseta þingsins til að aðstoða þá við að kría nákvæmari upplýsingar um veiðigjaldafrumvarpið út úr ríkisstjórninni. 23.6.2025 16:24
„Annars værum við ekki að leggja í þessar miklu aðgerðir“ Íslenskir og írskir lögreglumenn stefna á að taka skýrslur af 45 einstaklingum í vikunni vegna rannsóknar á hvarfi Jón Þrastar Jónssonar í Dyflinni árið 2019. 23.6.2025 12:25
Lætur reyna á hvort samræði við þrettán ára sé nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti, meðal annars fyrir að nauðga þrettán ára stúlku, hefur áfrýjað dómnum. Hann byggir áfrýjun sína meðal annars á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði. 23.6.2025 11:41
Neita öll sök í Gufunessmálinu Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. 23.6.2025 11:09
Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Borgarfulltrúar Framsóknar leggja til lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, sem myndi skila tæplega tveimur milljörðum króna til borgarbúa. Oddviti Framsóknar í borginni segir tillöguna ekki popúlíska, enda eigi borgarsjóður vel fyrir henni eftir ráðdeild í rekstri borgarinnar undanfarið. Þá segir hann áform ríkisstjórnarinnar um að rukka borgarbúa um auðlindagjald af jarðhita fráleit. 20.6.2025 16:51
Hörður Svavarsson er látinn Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri. 20.6.2025 16:25
Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Allir nýnemar úr stærsta útskrifarárgangi grunnskóla í sögunni eru komnir með pláss í framhaldsskóla í haust. 20.6.2025 15:35
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í vikunni er fundinn. 20.6.2025 15:01