Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna. 26.6.2025 08:54
Búast má við töluverðum dembum Lægð skammt suður af landinu stýrir veðrinu og hún kemur inn á land í dag. Austan gola eða kaldi verður um mest allt land og rigning eða súld suðustanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Sums staðar eru líkur á talsverðum dembum. 26.6.2025 07:35
Heiðrún Lind fóðri málflutning með alvarlegum rangfærslum Meðlimir meirihlutans í atvinnuveganefnd segja framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sett fram alvarlegar rangfærslur til þess að fóðra málflutning um að veiðigjald muni hækka langt umfram það sem frumvarp um breytingu veiðigjalda segir til um. 25.6.2025 16:29
Rannsókn á andláti í Garðabæ lokið Lögregla hefur lokið rannsókn á andláti áttræðs karlmanns í Garðabæ. Dóttir hans á þrítugsaldri sætir gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa ráðið föður sínum bana. 25.6.2025 14:05
Rangstæð valkyrja sem skilji ekki frumvarpið Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, harðlega í morgun vegna færslu hennar á Facebook í gærkvöldi. Þar fullyrti hún að sveitarfélög muni hafa hundruði milljóna króna í auknar útsvarstekjur verði veiðigjaldafrumvarpið að lögum. Stjórnarandstaðan segir það til marks um að Inga skilji frumvarpið ekki. 25.6.2025 12:03
Atvinnuleysi minnkar lítillega Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi minnkaði um 0,2 prósentustig á milli apríl og maí og var 3,1 prósent í maí. 25.6.2025 10:16
Tillögur um skattalækkanir felldar: Segir ótrúlegt að hlusta á rök „Skattfylkingarinnar“ Tillögur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í borginni um að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda voru báðar felldar á fundi borgarstjórnar í dag. Nokkuð fjörugar umræður urðu um tillögurnar og Framsókn var sökuð um að leggjast á sveif með Sjálfstæðisflokknum í aðdraganda næstu kosninga. 24.6.2025 19:34
Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. 24.6.2025 15:48
Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. 24.6.2025 14:41
Páll skipstjóri krefur Ríkisútvarpið um milljónir króna Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar. 24.6.2025 12:09