Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. 22.10.2024 09:17
Alma og Guðmundur Ari leiða í Kraganum Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða. 21.10.2024 17:12
Oculis rauk upp eftir tilkynningu Gengi hlutabréfa augnlyfjafyrirtækisins Oculis rauk upp um tæplega tíu prósent í dag. Í morgun tilkynnti félagið að innritunum þátttakenda í rannsóknum á lyfinu OCS-01 hefði verið flýtt verulega. 21.10.2024 16:00
Ekkert drama á bak við frestun fundarins Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að fundur kjördæmisráðsins sem átti að fara fram á morgun verði frestað fram á fimmtudagskvöld. Á fundinum stendur til að kynna allan lista flokksins í kjördæminu. Formaður kjördæmaráðs segir ástæðuna ekki vera nokkurs konar ágreining. 21.10.2024 14:47
Bæjarstjóri dembir sér í landsmálin Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gefur kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. 21.10.2024 14:20
Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. 21.10.2024 12:35
Passi ekki að vera saksóknari og í pólitík á sama tíma Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir í samtali við Vísi að komið hafi verið að máli við hann varðandi hugsanlegt framboð til Alþingis. Hann kveðst vilja halda trúnað um það hver var þar á ferð. 21.10.2024 11:28
Nýr framkvæmdastjóri á Oche Davíð Lúther Sigurðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri veitinga- og afþreyingastaðarins Oche Reykjavík í Kringlunni. Davíð Lúther er einnig einn af eigendum staðarins. 21.10.2024 10:50
Sölunni slegið á frest Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði. 18.10.2024 16:45
Eldur kviknaði í bílskúr Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til síðdegis vegna bílskúrs sem kviknaði í í Vesturbæ Reykjavíkur. 18.10.2024 16:16