Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Freyr ráðinn til Eflingar

Freyr Rögnvaldsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Eflingar stéttarfélags. Hann er stjórnmálafræðingur með mikla reynslu af fjölmiðlun.

Auknar líkur á gosi sem gæti hafist án fyrir­vara

Land rís í Svartsengi með sama hraða og áður. Frá 16. mars, þegar síðasta eldgos hófst, hefur land risið um tæplega tuttugu sentimetra. Kvikusöfnun heldur því áfram og auknar líkur eru á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. Gossprungur gætu opnast með mjög litlum fyrirvara, jafnvel engum.

Læknirinn mátti læsa dætur sínar inni eftir allt saman

Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var sýknaður af ákæru um brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot á föstudag. Landsréttur leit svo á að hann hefði ekki brotið á dætrum sínum með því að slá á fingur þeirra og læsa þær inni í uppeldisskyni.

Var í símanum á 142 kíló­metra hraða áður en hann lést

Meginorsök banaslyss á Þrengslavegi í júlí í fyrra var skert athygli við akstur. Við rannsókn slyssins kom í ljós að ökumaður, átján ára karlmaður, notaði farsíma talsvert skömmu fyrir slys til þess að taka upp myndband, taka ljósmyndir og senda skilaboð á meðan hann ók bifreiðinni.

Laus úr haldi en enn grunaður um græsku

Karlmaður sem handtekinn var í tengslum við þjófnað í Hamraborg losnar úr gæsluvarðhaldi í dag. Lögregla telur ekki ástæðu til að halda honum lengur en hann er enn grunaður um aðild að málinu.

Nöfn þeirra sem létust í Eyja­firði

Þau sem létust í umferðarslysi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland í lok apríl hétu Einar Viggó Viggósson og Eva Björg Hall­dórs­dótt­ir.

Sjá meira