Varaþingmaður hættur í flokknum og úthúðar Ásthildi Lóu Georg Eiður Arnarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann flokksins í kjördæminu, hafa sagst ekki hafa tíma fyrir kjördæmið og ekki efni á að kalla inn varaþingmann. 24.10.2024 11:59
Ugla og Eldur mætast í Norðvestur Áhugaverður slagur er að teiknast upp í Norðvesturkjördæmi, þar sem oddviti eins flokks er trans kona og oddviti annars er yfirlýstur baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, en hefur mótmælt réttindabaráttu trans fólks ötullega. 24.10.2024 10:48
Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári. 23.10.2024 16:29
Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. 23.10.2024 15:16
Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Þann fjórtánda október voru fjórir gjaldþrotaúrskurðir kveðnir upp í Héraðsdómi Suðurlands. Öll félögin fjögur eru í eigu Bergvins Oddsonar, veitingamanns og fyrrverandi formanns Blindrafélags Íslands, eða eiginkonu hans. 23.10.2024 14:18
Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. 23.10.2024 13:35
Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. 23.10.2024 11:46
Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun bárust alls 145 umsóknir um hlutdeildarlán í október að andvirði 1.879 milljónum króna, en einungis 800 milljónir króna eru til úthlutunar fyrir tímabilið. 23.10.2024 10:19
Hagnaður dregst saman um tæpa tvo milljarða króna Hagnaður Icelandair eftir skatta var 9,5 milljarðar króna á þriðja ársfjórðungi og dregst saman um 1,7 milljarða á milli ára. Heildarfjöldi farþega var 1,7 milljónir og jókst um 200 þúsund á milli ára. 22.10.2024 16:43
Skorið úr um lögmæti verkfalla í fyrramálið Félagsdómur kveður upp dóm í máli Sambands íslenskra sveitarfélaga á hendur Kennarasambandi Íslands í fyrramálið. SÍS telur verkfallsboðun kennara ólögmæta og ákvað að láta reyna á lögmæti þeirra fyrir félagsdómi. 22.10.2024 15:35